Fyrirlestrar

Fyrirlestur | Víðóma veggspjöld / Posters with Sound



Fyrirlestur grafíska hönnuðarins Niklaus Troxler í sal Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 4. Maí, kl. 17:30.

Niklaus Troxler fjallar hann um valin verk sem unnin eru á tímabilinu frá sjötta áratug síðustu aldar til dagsins í dag. Hann hefur hannað fjölda veggspjalda fyrir jazztónleika og jazzhátíðir, leikhús, margskonar sýningar og auk verkefna tengdum stjórnmálum og umhverfi.

Greina má sterk áhrif tónlistar í verkum Niklaus enda hefur tónlist alla tíð heillað hann, sér í lagi jazz.

„Ég get yfirfært yfir í hönnun allt sem heillar mig við jazz; taktinn, uppbygginguna, hljóðið, samsetninguna, andstæðurnar, spunann osfrv. Rætur mínar liggja til plötuspilarans.“

Áhugi Niklaus á grafískri hönnun jókst samhliða áhuga hans á jazz og því hafa þessi tvö listform alltaf haldist í hendur í sköpun hans. Áður fyrr var það takturinn og hljóðið sem dreif sköpun hans áfram en í dag vinnur hann meira með letur og uppbyggingu myndefnis.


Niklaus Troxler.

Niklaus fæddist í Willsau, Sviss árið 1947. Hann nam við The Art School of Lucerne en að námi loknu starfaði hann að hönnunar stjórnun í París þar sem hann hefur rekið sitt eigið hönnunarstúdíó síðan 1973. Niklaus starfaði sem prófessor við The State Academy of Fine Arts í Stuttgart frá 1998-2013. Hann er þekktastur fyrir veggspjöldin sem hann hefur hannað fyrir jazztónleika og jazzhátíðir en hann er mikill tónlistarunnandi og hefur sjálfur staðið að skipulagningu jassviðburða síðan 1966.

Verk Niklaus eru hluti fastasýninga margra meginsafna svo sem MoMA og Cooper Hewitt Smithsonian Design Museum í New York, The Hamburg Industrial Arts Museum, The Wilanow Poster Museum í Varsjá, The Bibliothéque National í París, The Staedelijk Museum í Amsterdam og víðar. Þá hefur hann haldið fjölda sýninga, haldið fyrirlestra og vinnusmiðjur um allan heim.

Fyrirlesturinn fer haldinn í samstarfi við Listaháskóla Ísalnds. Hann fer fram á ensku, frítt inn og allir velkomnir.

www.troxlerart.ch