Sóley Stefánsdóttir starfaði á árunum 2009 - 2010 í ENAV, Listaskólanum í Maputo höfuðborg Mósambíkur. Þar kenndi hún grafíska hönnun og tók þátt í uppbyggingu hönnunardeildar skólans. Starfið er partur af samstarfsverkefni Menningarskólans í Fredrikstad, Listaskólans í Mósambík og tónlistarskólans í Zimbabwe. Um skiptiprógram er að ræða þannig að afrískir kennarar fara til Noregs og norskir til Afríku.
Sóley mun segja frá verkefnum sínum í Mósambík og fjalla um litríkt og heitt afríkulífið og starf sitt með ungu metnaðarfullu námsfólki sem þarf að leggja mikið á sig til að láta drauma sína rætast.