Þriðjudaginn 15. desember nk. mun Pétur H. Ármannsson endurflytja
fyrirlestur um ævi og verk Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts, en öld er
liðin frá fæðingu hans á þessu ári.
Fyrirlesturinn var áður á dagskrá í Norræna húsinu á alþóðlegum degi byggingarlistar, þann 5. október sl.
Þriðjudaginn 15. desember 2009, kl. 16-18
Listaháskóla Íslands, stofu 113, Skipholti 1
(á 1. hæð, inngangur frá Skipholti)
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.