Fyrirlestrar

Fyrirlestur í Toppstöðinni laugardaginn 6. apríl



Droplaug Benediktsdóttir og Fanney Sísí Ingólfsdóttir hönnuðir hjá Hnoss ásamt Ingu Björk Andrésdóttur fatahönnuði munu segja frá verkefnum sínum í fyrirlestri í Toppstöðinni laugardaginn 6. apríl kl. 11-13.

Hnoss: um áskoranir og ögranir framleiðslu á Íslandi

Hnoss er skapandi fyrirtæki grafísku hönnuðinna Droplaugar Benediktsdóttur og Fanneyjar Sísí Ingólfsdóttur. Droplaug og Sísí munu m.a. kynna áskoranir og ögranir framleiðslu á Íslandi og segja frá því sem er að döfinni hjá þeim á næstu misserum. Nýlega frumsýnt hús fyrir börn verður til sýnis.

Inga Björk Andrésdóttir fatahönnuður: Neyðin kennir nöktum hönnuði að spinna

Inga Björk sem útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands vorið 2008 mun færa okkur inn í heim fatahönnunar á Íslandi. Hún mun segja frá því hvers vegna hún sá sig knúna til að þróa eigin verk og vörur á sinn hátt. Innblástri og fleiri ástæðum sem liggja bakvið hugsun hönnuðar í litlu samfélagi eins og á Íslandi.

Toppstöðin, orkuver verkþekkingar og hugvits, heldur opna fyrirlestra fyrsta laugardag í hverjum mánuði í vetur frá kl. 11-13. Toppfólk stöðvarinnar mun kynna hugmyndafræði verka sinna, vinnuferli og áskoranir á opnum fyrirlestrum sem fram fara í mælaherbergi Toppstöðvarinnar í Elliðaárdal fyrir áhugasama. Umræður verða halnar í kjölfarið og léttar veitingar í boði.

Nánar um fyrirlestraröð Toppstöðvarinnar 2012 - 2013.