Fyrirlestrar

SmallTalks | Or Type í Hörpu fimmtudaginn 22. október



GUNMAD, grafíska hönnunartvíeykið Guðmundur Úlfarsson og Mads Freund Brunse, fjalla um OrType letursmiðjuna í Hörpu fimmtudaginn 22. október kl. 20:00.

Grafísku hönnuðurnir Guðmundur Úlfarsson og Mads Freund Brunse hafa unnið saman undanfarin ár að leturverkefnum. Þeir munu fjalla um verkefni sitt Or Type sem hófst sem tilraunasamstarf um letur og leturhönnun en þróaðist yfir í einu sérhæfðu letursmiðju landsins, stofnuð árið 2013.


Guðmundur Úlfarsson og Mads Freund Brunse

Í upphafi unnu þeir aðallega lítil DIY leturverkefni en fljótlega fóru stórir aðilar eins og Sundance Film Festival og The New York Times Magazine að nota letur frá þeim. Í fyrirlestrinum fjalla þeir um hvernig þeir vinna og hvaðan innblásturinn kemur varðandi leturverk og önnur grafísk verkefni.

Fáir hönnuðir ná að sérhæfa sig í hönnun leturs og því mjög áhugavert að heyra hvernig GUNMAD hefur tekist að hasla sér völl á þessu sviði og hvernig hönnun leturs er sjálfsagður hluti af öðrum hönnunarverkefnum sem þeir vinna.

SmallTalks er fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands, í samstarfi við Listaháskóla Íslands og Hörpu. Markmiðið er að halda uppi líflegri umræðu um það sem helst er að gerast á sviði hönnunar og arkitektúr, en þar kynna hönnuðir og arkitektar verkefni sín auk þess sem málefni líðandi stundar er varða hönnuði og arkitekta eru tekin fyrir. Frítt inn og allir velkomnir.