Fyrirlestrar

Fyrirlestraröð | Scintilla: Linda Björg Árnadóttir

 

Linda Björg Árnadóttir fata- og textílhönnuður, og lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, heldur fyrirlestur í Hafnarhúsinu þann 16. janúar kl. 20. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar sem haldin er í samstarfi við Listaháskóla Íslands og Listasafn Reykjavíkur.

Þar mun Linda Björg Árnadóttir fjalla um eigin verk í textílhönnun og muninn á því að hanna textíl fyrir fatnað og textíl fyrir innanhúsmuni. Linda fer þá yfir eigin þroskasögu í mynsturhönnun og starfsferil á sviði fatahönnunar í máli og myndum.

Fyrirlesturinn fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, fimmtudaginn 16. janúar kl. 20:00 og verður haldinn á íslensku. Hér má finna viðburðurinn á Facebook.

Hönnunarmiðstöð stendur fyrir fyrirlestrum einu sinni í mánuði yfir veturna í samstarfi við Listaháskóla Íslands og Listasafn Reykjavíkur. Fyrirlestrarnir fara fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi á fimmtudögum kl. 20. Á fyrirlestrunum kynna hönnuðir og arkitektar verkefnin sín. Þá eru einnig tekin fyrir málefni líðandi stundar, er varða hönnuði og arkitekta. Allir velkomnir.