Fyrirlestrar

05. júní 2018

Hannað fyrir framtíðina - Málþing með Ville Kokkonen

Miðvikudaginn 13. júní fer fram „Málþing um nýjungar og stefnur í innanhúshönnun séðar frá sjónarhorni hönnuða og hönnunarkennslu“, í Norræna húsinu frá kl. 17-19. .
20. apríl 2018

Stefan Marbach hjá Herzog & de Meuron í Norræna húsinu

Þriðjudaginn 24. apríl gefst einstakt tækifæri til að hlýða á arkitektinn Stefan Marbach, einn aðaleiganda svissnesku arkitektastofunnar Herzog & de Meuron, flytja fyrirlestur og veita innsýn í valin verkefni. .
10. apríl 2018

Uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands

Fimmtudaginn 12. apríl fer fram uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands. Hátíðin er að þessu sinni haldin samhliða SmallTalks, fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, í IÐNÓ. Einnig verða Indriðaverðlaunin veitt þetta sama kvöld. .
17. nóvember 2017

SmallTalks | Genki & Gola – því framtíðin er núna!

SmallTalks, fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, hefur sinn gang á ný fimmtudaginn 23. nóvember kl. 20:00, í IÐNÓ. .
06. nóvember 2017

Málþing á HVÍ 2017 | Gætum við gert þetta svona?

Fimmtudaginn 9. nóvember fer fram málþing í tengslum við Hönnunarverðlaun Íslands um hönnun ferðaþjónustu undir yfirskriftinni „Gætum við gert þetta svona?“ .
26. október 2017

Málstofa um Grænar og mannvænlegar borgir í Norræna húsinu

Föstudaginn 27. október á milli kl.14-16 fer fram málstofa um grænar og mannvænlegar borgir í Norræna húsinu .
17. febrúar 2017

SmallTalks | Þrjú ný í núinu; Alvara, Stúdíó Kleina og Trípólí

Á fyrirlestri SmallTalks í Hörpu, þriðjudaginn 21. febrúar kl.20:00, verður sjónum beint að þremur nýlegum hönnunar- og arkitektúrstúdíóum; Alvara, Stúdíó Kleina og Trípólí. Fyrirlestrinum er ætlað að draga unga og upprennandi hönnuði og arkitekta fram í sviðsljósið en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa lokið grunnámi við Listaháskóla Íslands. .
19. janúar 2017

SmallTalks | „Bæði og“ með Studio Granda

Á fyrirlestri SmallTalks í Hörpu, þriðjudaginn 24. janúar kl. 20:00, skyggnumst við inn í hugarheim Studio Granda, arkitektastofu Margrétar Harðardóttur og Steve Christer, sem vann á dögunum fyrstu verðlaun í samkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit. .
15. nóvember 2016

SmallTalks | Mjúsik&Hönnun

Á fyrirlestri SmallTalks í Hörpu, miðvikudaginn 16. nóvember kl. 20:00, verður fjallað um samspil hönnunar og tónlistar. Hönnun og tónlist haldast þétt í hendur, eins og margar skapandi greinar, og á þessum fyrirlestri verður sjónum beint að því hversu mikilvæg hönnun er í framsetningu og kynningu tónlistar. Frítt inn og allir velkomnir. .
01. nóvember 2016

Ferðamannastaðir 360° – málþing 10. nóvember

Arkitektafélag Íslands og Félag íslenskra landslagsarkitekta standa fyrir málþingi um ferðamannastaði 10. nóvember næstkomandi. Á málþinginu verða ferðamannastaðir skoðaðir frá sjónarhorni m.a. hönnuða, fræðslufulltrúa, verkefnastjóra, leiðsögumanns, ferðamanns og bæjarstjóra. .
10. október 2016

Fyrirlestur um nýtt einkenni Listasafns Reykjavíkur

Fimmtudaginn 13. október kl. 20.00 segir Hjalti Karlsson, hönnuður og meðstofnandi karlssonwilker inc, frá hönnun nýs einkennis Listasafns Reykjavíkur. .
03. október 2016

Málþing á HVÍ 2016 | Eru lög um höfundarrétt úrelt?

Samhliða afhendingu Hönnunarverðlauna Íslands stendur Hönnunarmiðstöð Íslands fyrir málþingi um höfundarrétt í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og Samband íslenskra auglýsingastofa. .
18. maí 2016

Málþing um samhengi arkitektúrs og borgarrýma

Föstudaginn 20. maí, frá kl.12:10-13:00, verður haldið málþing á vegum Arkitektafélags Íslands og Listaháskóla Íslands um samhengi arkitektúrs og borgarrýma. Málþingið fer fram í Þverholti 11, Sal A. Frítt inn og allir velkomnir. .
06. maí 2016

SmallTalks | Sigga Heimis í Hörpu

Sigga Heimis verður með erindi á SmallTalks, fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands í samstarfi við Listaháskóla Íslands, mánudaginn 9. maí, kl. 20:00, í sal Kaldalón Hörpu. Yfirskrift fyrirlestursins er: „Hönnuðir + stór markaðsfyrirtæki (t.d. IKEA) = hórdómur eða velgengni?“ .
28. apríl 2016

Fyrirlestur | Víðóma veggspjöld / Posters with Sound

Fyrirlestur grafíska hönnuðarins Niklaus Troxler í sal Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 4. Maí, kl. 17:30. .
07. janúar 2016

SmallTalks | Onny Eikhaug – Hönnun fyrir alla

Onny Eikhaug frá Norsk Design og Arkitektursenter (hönnunar- og arkitektamiðstöð Noregs) fjallar um „Universal Design“ eða hönnun fyrir alla á SmallTalks, fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands, þriðjudaginn 12. janúar kl. 20:00 í  Kaldalóni, Hörpu. Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Velferðasvið Reykjavíkurborgar. .
30. nóvember 2015

Gestagangur LHÍ | Fraser Muggeridge

Miðvikudaginn 2. desember kl. 12:15 heldur Fraser Muggeridge erindið Emotion of Typography í fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, GESTAGANGI, í Þverholti 11, fyrirlestrasal A. .
16. nóvember 2015

Gestagangur LHÍ | Umhverfissálfræði með Móheiði Helgu

Miðvikudaginn 18. nóvember kl. 12.15 heldur Móheiður Helga Huldudóttur erindið Umhverfissálfræði í fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
29. október 2015

Agile Ísland | Ráðstefna um nútíma stafræna vöruþróun

Agile Ísland, ráðstefna fyrir fólk í hugbúnaðargeiranum, verður haldin 11. nóvember næstkomandi á Nordica frá kl. 8.15-17.30. .
19. október 2015

Gestagangur í LHÍ | Charlotte Weber frá Unfair Fashion

Á morgun, þriðjudaginn 20. október kl. 12.15 heldur Charlotte Weber erindið Unfair Fashion – a connection to a sustainable future í fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrasal A. .
19. október 2015

SmallTalks | Or Type í Hörpu fimmtudaginn 22. október

GUNMAD, grafíska hönnunartvíeykið Guðmundur Úlfarsson og Mads Freund Brunse, fjalla um OrType letursmiðjuna í Hörpu fimmtudaginn 22. október kl. 20:00. .
12. október 2015

Hádegisfyrirlestur í LHÍ | Endurunnar minningar

Miðvikudaginn 14. október kl. 12.10 heldur Friðrik Steinn Friðriksson erindið Endurunnar minningar í fyrirlestraröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, SNEIÐMYND í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
23. september 2015

Hátíðarfyrirlestur | Hönnunarkennsla í 20 ár

Miðvikudaginn 30. september kl. 17:30 verður haldinn hátíðarfyrirlestur í tilefni af sextugsafmæli Godds, prófessors við hönnunar- og arkitektúrdeild. Í fyrirlestrinum fjallar Goddur um þróun hönnunarkennslu undanfarin 20 ár. .
15. september 2015

Fyrirlestur með barnabarni Eames hjónanna í Pennanum

Í tilefni sýningarinnar „Eames by Vitra“ stendur Penninn, Skeifunni 10, fyrir fyrirlestri með Eames Demetrios, sem er barnabarn hjónanna Charles og Ray Eames. .
04. september 2015

SmallTalks | John Wood í Hörpu

John Wood er heiðursprófessor í hönnun við Goldsmith University í London. Á fyrirlestri Hönnunarmiðstöðvar og Listaháskóla Íslands í Kaldalóni, Hörpu, þann 9. september kl. 20:00, mun John fjalla um hlutverk hönnuða í samtímanum og hugtakið ‘metadesign’. .
25. ágúst 2015

Gaman í alvörunni | Fyrirlestur um styrki og styrkumsóknir

Fræðsluviðburðurinn Gaman í alvörunni, á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar, hefst að nýju mánudaginn 31. ágúst í Setri Skapandi greina við Hlemm. Á fyrsta fyrirlestri haustsins verður fjallað um styrki og styrkumsóknir. .
24. ágúst 2015

Fyrirlestur með Sascha Lobe og sýning í LHÍ

Miðvikudaginn 26. ágúst kl. 16:00 heldur Sascha Lobe, grafískur hönnuður og prófessor, fyrirlestur á vegum Hönnunar- og arkitektúrdeildar í fyrirlestrasal A, Þverholti 11. .
18. ágúst 2015

Fyrirlestur um Kristínu Guðmundsdóttur innanhússarkitekt

Í tilefni af útgáfu Kristín Guðmundsdóttir Híbýlafræðingur / Interior Designer mun Halldóra Arnardóttir, ritstjóri bókarinnar, halda hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafninu, föstudaginn 21. ágúst kl. 12:15-13:00. .
06. maí 2015

Gestagangur í LHÍ | Richard Saja

Miðvikudaginn 13. maí kl. 12.10 heldur Richard Saja fyrirlesturinn Historically Inaccurate í fyrirlestraröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
23. febrúar 2015

Hádegisfyrirlestur í LHÍ | TVÖ KRADSVERK

Miðvikudaginn 25. febrúar kl. 12.10 halda arkitektarnir Kristján og Kristján fyrirlestur um eigin verk í fyrirlestraröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, SNEIÐMYND í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
26. nóvember 2014

Gestagangur LHÍ | Ferill í samhengi með Thomas Vailly

Fimmtudaginn 27. nóvember kl. 12.10 Thomas Vailly erindið Ferill í samhengi í fyrirlestraröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, GESTAGANGI, í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
10. nóvember 2014

Fyrirlestur í LHÍ | Fashion Story með Önnu Clausen

Miðvikudaginn 12. nóvember kl.12.10 heldur Anna Clausen, stílisti og kennari við Listaháskóla Íslands erindið Fashion Story í fyrirlestrarröð hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ, SNEIÐMYND í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir! .
24. október 2014

Fyrirlestraröð | Julia Studio, grafískt gengi frá London

Julia Studio er ungt og upprennandi teymi grafískra hönnuða frá London sem segja frá völdum verkefnum, ræða dýnamík samstarfsins og bransann í Bretlandi á fyrirlestri Hönnunarmiðstöðvar þann 28. október. .
23. október 2014

Fyrirlestur í LHÍ | Þvers & kruss með Guðrúnu Lilju

Miðvikudaginn 29 október kl. 12.10 heldur Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir erindið Þvers & kruss í fyrirlestrarröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, SNEIÐMYND í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
22. september 2014

Gestagangur í LHÍ | kanadíski arkitektinn Andrew King

Þriðjudaginn 23. september kl. 12.10 heldur Andrew King erindið Andrew King Trans Architecture í fyrirlestrarröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir. .
19. september 2014

Fyrirlestraröð | Hönnun & Hráefni, saman í eina skál

Í ár kynnir Hönnunarmiðstöð Íslands fyrirlestraröð í samstarfi við Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhús sem haldnir verða á þriðjudögum kl. 20:00, mánaðarlega í vetur. Fyrsti fyrirlestur vetrarins er haldinn þriðjudaginn 23. september. Þar mætast hönnuðir og frumkvöðlar í matvæla- og sælgætisgerð en yfirskrift fyrirlestursins er „Hönnun og hráefni, saman í eina skál“. Frítt inn og allir velkomnir. .
15. september 2014

Gestagangur í LHÍ | Salvör Jónsdóttir um borgarbúskap

Þriðjudaginn 16. september kl. 12.10 heldur Salvör Jónsdóttir erindið “Urban agriculture – Private produce for the public good” í fyrirlestrarröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
10. september 2014

Gestagangur í LHÍ | Bark arkitektar frá Ástralíu

Fimmtudaginn 11. september kl. 12.10 halda Bark Design Architects erindið Arkitektúr í ástralska landslaginu í fyrirlestrarröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. Fyrirlesturinn er á ensku og allir velkomnir. .
04. september 2014

Hádegisfyrirlestur í LHÍ | Etienne Delprat

Föstudaginn 5. september kl. 12.30 heldur arkitektinn, listamaðurinn og doktorsneminn Etienne Delprat fyrirlestur um feril sinn og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91. Í fyrirlestrinum deilir Etienne reynslu sinni af nokkrum tilraunaverkefnum sem ætlað er að brúa bilið á milli rannsóknar og framkvæmdar. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. .
01. september 2014

Fyrirlestur | CUBO arkitektar í Norræna húsinu

CUBO arkitektar frá Danmörku flytja fyrirlestur um verk sín í Norræna húsinu sunnudaginn 7. september kl. 15:00. Á fyrirlestrinum sýna þeir svipmyndir af verkum stofunnar, með áherslu á ný verkefni, akkerisfestingu þeirra við hvern stað, landslagið og náttúruna, efniskennd náttúrulegra byggingarefna og gott handverk. En yfirskrift fyrirlestrarins er „kjölfesta“. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir á meðan húsrými leyfir. .
26. ágúst 2014

Tom Kelley hjá IDEO heldur fyrirlestur í Háskólabíó

Tom Kelley, einn eigenda IDEO og höfundur metsölubókanna Creative Confidence og The Art of Innovation, heldur fyrirlestur í hádeginu fimmtudaginn þann 28. ágúst. Fyrirlesturinn er haldinn í Háskólabíó og aðgangur er ókeypis. .
19. ágúst 2014

Hádegisfyrirlestur | Mótun og mikilvægi almenningsrýma

Anna Mansfield og Maria Lisogorskaya, arkitektar frá London, halda stuttan og fróðlegan fyrirlestur í Norræna húsinu föstudaginn 22. ágúst kl. 12:10. Báðar hafa þær mikla reynslu af því að vinna með almenningsrými þar sem lögð er áhersla að virkja notandann í hönnunarferlinu en í fyrirlestrinum verður m.a. fjallað um það hvernig aðlagast skal örum breytingum í borgum sem eru stöðugt í þróun - án þess að glata séreinkennum hennar. Fyrirlesturinn er á ensku og allir eru velkomnir. .
14. júlí 2014

Ráðstefnan Arts & Audiences í Hörpu í október

Norræna ráðstefnan Arts & Audiences verður haldin í Hörpu 20. og 21. október 2014, í fyrsta sinn á Íslandi en áður hafa þær verið haldnar í Bergen, Stokkhólmi og Helsinki. Að þessu sinni verður sjónum sérstaklega beint að stafrænum miðlunar- og sköpunarleiðum. Forsölumiða er hægt að kaupa til og með 15. júlí. .
11. júlí 2014

Sumargöngur í Hafnarfirði

Menningargöngur með leiðsögn um miðbæ Hafnarfjarðar eru öll fimmtudagskvöld í sumar kl. 20. Gengið er frá Hafnarborg. Nú eru þrjár göngur eftir, á fimmtudaginn verður farið í sögugöngu um gamla bæinn, í næstu viku verða kirkjurnar skoðaðar og í vikunni þar á eftir verður farið yfir sögu bíóhúsanna. .
10. júlí 2014

Leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti?

Íslenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 13. júlí nk. Í tilefni dagsins verður ókeypis aðgangur í Hönnunarsafni Íslands og kl. 14 verður Ástríður Magnúsdóttir með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands. .
05. júní 2014

Sascha Lobe fjallar um mörkun Bauhaus Archive Berlin

Sascha Lobe er þýskur grafískur hönnuður og prófessor sem heldur fyrirlestur í Norræna húsinu föstudaginn 13. júní kl. 12. Hann rekur framsækna stofu í grafískri hönnun L2M3 í Stuttgart sem fæst við fjölbreytileg verkefni á sviði grafískrar hönnunar. Jafnframt kennir hann leturfræði í Listahaskólanum HfG Offenbach. .
20. maí 2014

HÆG BREYTILEG ÁTT | Málstofa

Boðið er til opinnar samræðu um íbúðir og íbúðahverfi framtíðarinnar laugardaginn 24. maí í Iðnó kl. 10 og Gasstöðinni við Hlemm kl. 13. Kynntar verða hugmyndir og tillögur að íbúðum og hverfum, sem allar eru á vinnslustigi og eru að spyrja til þess hvernig við viljum lifa og búa og hver íbúð framtíðarinnar sé. .
05. maí 2014

Fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands

Sunnudagskvöldið 11. maí kl. 20 mun Karl Aspelund lektor við University of Rhode Island halda fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands í tengslum við yfirstandandi sýningu safnsins á fatnaði fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur. Fyrirlesturinn ber heitið ,,Þið talið þá um föt eins og konur?” Fatahönnun, pólitík og formlegur klæðnaður. .
28. apríl 2014

Hádegisfyrirlestur í LHÍ | Guðmundur Oddur Magnússon

Miðvikudaginn 30. apríl kl. 12.10 heldur Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) prófessor í grafískri hönnun fyrirlestur um sinn eigin grafíska myndheim í fyrirlestrarröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, SNEIÐMYND í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
08. apríl 2014

Gestagangur í LHÍ | Vísinda- og listamaðurinn Joe Davis

Miðvikudaginn 23. apríl kl. 12.10 heldur bandaríski vísindamaðurinn og listamaðurinn Joe
Davis erindið Apples and Aliens í fyrirlestrarröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. Allir velkomnir! .
08. apríl 2014

Gestagangur í LHÍ | Boegli Kramp Architekten

Þriðjudaginn 15. apríl kl. 20.00 heldur svissneski arkitektinn Adrian Kramp fyrirlestur sem hann nefnir Simply Complex, þar sem hann fjallar um verk arkitektastofunnar Boegli Kramp Architekten. Fyrirlesturinn er í fyrirlestrarröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
04. apríl 2014

Fyrirlestraröð | Kraftur fjöldans: Orð í belg

Í kvöld, fimmtudag kl. 20:00 í Hafnarhúsinu heldur Nathan Woodhead, frá auglýsingastofunni The Brooklyn Brothers fyrirlestur. Nathan mun segja frá verkefnum Brooklyn Brothers og tala um sagnamennsku og samskipti á stafrænni öld, en á meðal verkefna stofunnar er herferðin Inspired by Iceland sem unnin hefur verið í samstarfi við Íslensku Auglýsingastofuna fyrir Íslandsstofu. .
03. apríl 2014

Kynningarfundur | Betri borgarbragur

Opinn kynningarfundur á verkefninu Betri borgarbragur verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 8. apríl 2014 kl. 16-18. Fundarstjóri er Egill Helgason. .
19. mars 2014

Open Mic á HönnunarMars

Á sérstakri röð stuttra fyrirlestra, Open Mic, koma fram hönnuðir víðsvegar að og segja frá sér, starfi sínu og verkefnum. Fyrirlestrarnir fara fram í Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 28. mars kl. 13-16:45. Allir velkomnir! .
18. mars 2014

Lance Wyman heldur fyrirlestur í LHÍ

Fimmtudaginn 20. mars kl. 12.10 heldur grafíski hönnuðurinn Lance Wyman erindið A Design Career í fyrirlestrarröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
17. mars 2014

Málþing á HönnunarMars | Hönnun fyrir lítil samfélög

Alþjóðlegt málþing verður haldið í Hannesarholti þann 28. mars kl. 9.30-13.30 á HönnunarMars 2014 þar sem samfélagshönnum og hönnun fyrir lítil samfélög verður í brennidepli. Skráning á málþingið er hafin, verð kr. 3200 og hádegisverður er innifalinn. .
17. mars 2014

Fundur á HönnunarMars | Sjálfbærni í tískuiðnaði 2014

Fatahönnunarfélagið og Deloitte bjóða til fundar þar sem hönnuðir deila reynslu sinni af sjálfbærri hönnun og framleiðslu. Í framhaldi munu sérfræðingar leiða umræður um viðskiptalegan ávinning samfélagsábyrgðar og „NICE“ sýnina – tíska sem drifkraftur breytinga. Fundurinn fer fram föstudaginn 28. mars kl. 14–16 í Norræna húsinu. .
16. mars 2014

Kallað eftir þátttakendum í Think Tank á HönnunarMars

Hlin&Co, HAF Studio, Kvennadeild Landspitalans, Líf Styrktarfélag og svissneska hugveitan W.I.R.E. standa fyrir annarskonar viðburði á HönnunarMars 2014. Fólk þvert á fagreinar verður leitt saman í Think Tank 26. Mars kl. 17-19 og þar verða ræddar hugmyndir um sjúkrahús framtíðar, með sérstakri áherslu á kvennadeild. .
10. mars 2014

Fyrirlestraröð | Dagný Bjarnadóttir - Úrgangur / Efniviður

Á fyrirlestri Hönnunarmiðstöðvar, þann 13. mars mun Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt kynna verkefni sem byggja á endurnýtingu hráefnis sem áður hefur verið sett til hliðar sem úrgangur. Á fyrirlestrinum fjallar hún um hugmyndafræði, hönnun og úrvinnslu þeirra verkefna sem hún er með hugann við þessa dagana. Fyrirlesturinn fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, fimmtudaginn 13. mars kl. 20. .
26. febrúar 2014

Málþing um arkitektúr í verkum Katrínar Sigurðardóttur

Listasafn Reykjavíkur boðar til málþings í Hafnarhúsi 1. mars í tengslum við sýningu á verkinu Undirstöðu eftir Katrínu Sigurðardóttur. Verkið var framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum 2013. Fjallað verður um arkitektúr í verkum Katrínar auk þess sem listamaðurinn mun ræða ítarlega um verkið sem nú er hægt að upplifa í Hafnarhúsi. .
26. febrúar 2014

Hugarflug 2014 í Listaháskólanum

Hugarflug, ráðstefna Listaháskólans um rannsóknir og listir, verður haldin 28. febrúar, kl. 9-17 í Þverholti 11. Í ár fylla 12 málstofur dagskrá Hugarflugs með yfir 50 erindum á sviði heimspeki, listkennslu, arkitektúrs, tónlistar, hönnunar, sviðslista, myndlistar, bókmenntafræði, menningarfræði og sýningarstjórnunar. Allir velkomnir! .
24. febrúar 2014

Mannamót | Fjölmiðlar og framtíðin - bræðingur sjónvarps og internets

Á Mannamóti ÍMARK 26. febrúar kl. 17:15 á Loftinu, Austurstræti 9 verður skoðað hvað er að gerast á fjölmiðlamarkaðnum á Íslandi. Frummælendur verða Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Capacent og Sigmar Vilhjálmsson(Simmi), stofnandi BravóTV. .
24. febrúar 2014

Hádegisfyrirlestur í LHÍ | Massimo Santanicchia

Miðvikudaginn 26. febrúar kl. 12.10 heldur Massimo Santanicchia, arkitekt og lektor við Listaháskóla Íslands erindið The Discovery of Architecture. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni Sneiðmynd, sem skipulögð er af hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans. Fyrirlesturinn verður haldinn í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A og eru allir velkomnir. .
12. febrúar 2014

Fyrirlestraröð | Mike Friton - Frumkvöðull í skóhönnun

Mike Friton hefur verið brautryðjandi í skóhönnun undanfarin 30 ár. Friton mun ræða sínar aðferðir í vöruhönnun, verkefnalausnir og reynslu á alþjóðamarkaði á fyrirlestri í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi þann 13. febrúar kl. 20. .
10. febrúar 2014

Hádegisfyrirlestur í LHÍ | Katrín María Káradóttir

Miðvikudaginn 12. febrúar kl. 12.10 heldur Katrín María Káradóttir, fagstjóri og aðjúnkt við fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands og yfirhönnuður ELLU, erindið Ekkert er af engu komið. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni Sneiðmynd, sem skipulögð er af hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans. Fyrirlesturinn verður haldinn í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A og eru allir velkomnir. .
07. febrúar 2014

Málþing um lýsingarhönnun í þéttbýli

Ljóstæknifélagi Íslands heldur málþing um lýsingarhönnun í þéttbýli í samvinnu við SART í Tjarnarbíói, föstudaginn 7. febrúar frá kl. 10-19. Lýsingarhönnuðir, arkitektar, innanhúsarkitektar og rafmagnstæknifræðingar halda fjölbreytt erindi tengd viðfangsefninu. Það er frítt fyrir alla á málþingið. .
30. janúar 2014

Gestagangur í LHÍ | Dr. Peggy Deamer

Þriðjudaginn 4. febrúar kl.12:10 heldur Dr. Peggy Deamer, aðstoðardeildarforseti og prófessor í arkitektúr við Yale University og stjórnandi arkitektúrstofunnar Deamer Architects, erindið Practicing Practice. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestrarröð hönnunar - og arkitektúrdeildar Listaháskóla Ísland, GESTAGANGI og er haldinn í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. Allir velkomnir. .
20. janúar 2014

Hádegisfyrirlestur í LHÍ | Thomas Pausz

Miðvikudaginn 29 janúar. kl. 12.10 heldur Thomas Pausz, aðjúnkt í vöruhönnun erindið „Design Dialogues – Elastic Editions“ í fyrirlestrarröð hönnunar - og arkitektúrdeildar Listaháskóla Ísland, SNEIÐMYND í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
13. janúar 2014

Skóflustunga | Málþing um Hörpu 16. janúar

Efnt verður til málþings um Hörpu tónlistar-og ráðstefnuhús í Reykjavík þann 16. janúar 2014 kl. 15-17 í Norðurljósum. Þar verður rætt um áhrif Hörpu og Mies van der Rohe verðlaunanna, á byggingarlist og mannlífið í Reykjavík. Umræðum stýrir Hjálmar Sveinsson. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir. .
13. janúar 2014

Einn fremsti tískuteiknari heims heldur fyrirlestur í LHÍ

Föstudaginn 17. janúar kl.12:10 heldur Cedric Rivrain, franskur fatahönnuður og einn fremsti tískuteiknari heims, erindi um verk sín í fyrirlestrarröð Hönnunar - og arkitektúrdeildar Listaháskóla Ísland, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal B. .
12. janúar 2014

Hádegisfyrirlestur í LHÍ | Birna Geirfinnsdóttir

Miðvikudaginn 15. janúar kl. 12.10 heldur Birna Geirfinnsdóttir erindið „Heildarmynd“ í fyrirlestrarröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, SNEIÐMYND í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
10. janúar 2014

Fyrirlestraröð | Scintilla: Linda Björg Árnadóttir

Linda Björg Árnadóttir fata- og textílhönnuður, og lektor í fatahönnun, við Listaháskóla Íslands í fatahönnun heldur fyrirlestur í Hafnarhúsinu þann 16. janúar kl. 20. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar sem haldin er í samstarfi við Listaháskóla Íslands og Listasafn Reykjavíkur. .
10. janúar 2014

Hádegisfyrirlestur í LHÍ | Að gera án þess að kunna

Miðvikudaginn 22 janúar. kl. 12.10 heldur Halldór Úlfarsson, tækimaður verkstæðis, erindið „Að gera án þess að kunna“ í fyrirlestrarröð hönnunar - og arkitektúrdeildar Listaháskóla Ísland, SNEIÐMYND í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. Allir velkomnir. .
02. janúar 2014

Fyrirlestrar | Sneiðmynd- skapandi umbreyting á nýju ári

Í vetur hafa kennarar hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskólans staðið fyrir fyrirlestrarröðinni, Sneiðmynd- skapandi umbreyting. Á fyrirlestrunum kynna kennarar deildarinnar eigin viðfangsefni og áherslur í starfi og ræða tengsl þess við kennslu og uppbyggingu náms við deildina. Fyrsti fyrirlestur vorannar verður haldinn í hádeginu miðvikudaginn 15. janúar. .
12. desember 2013

Fyrirlesararnir á HönnunarMars kynntir

DesignTalks, fyrirlestrardagur Hönnunarmiðstöðvar á HönnunarMars 2014 ber titilinn Dealing with Reality. Þar verða framúrskarandi alþjóðlegir hönnuðir og arkitektar leiddir saman í erindum og umræðum um stefnumótun, framsýni og framtíðarsýn. Fundarstjóri er Stephan Sigrist frá svissnesku hugveitunni W.I.R.E. .
10. desember 2013

Höfnin 19. desember 2013

Höfnin er innblásturstími fyrir hönnuði, teiknara, hugsuði, kúnna, vini og alla þá sem hafa áhuga. Höfnin hefur aftur göngu sína fimmtudaginn 19. desember á Gamla Gauknum kl. 20. Að þessu sinn munu Plain Vanilla, Vík Prjónsdóttur og HAF stúdíó segja frá verkefnum sínum. .
03. desember 2013

Málþing í LHÍ | Áhrif loftlagsbreytinga á hönnun og listir

Föstudaginn 6. desember kl. 15:00 -17:00 efnir hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands til samráðsþings um loftlagsbreytingar og áhrif þeirra á hönnun og listir. Guðni Elísson, professor og bókmenntafræðingur við Háskóla Íslands heldur fyrirlestur og að honum loknum verður efnt til umræðu með þátttöku Katrínar Káradóttur aðjúnkts í fatahönnun, Garðars Eyjólfssonar lektors í vöruhönnun, Dóru Ísleifsdóttur prófessors í grafískri hönnun og Halldórs Eiríkssonar arkitekts. .
03. desember 2013

Masterclass um Astrup Fearnley safnið í Oslo

Dr. Gunnar B. Kvaran er forstöðumaður Astrup Fearnley safnsins í Oslo. Í starfi sínu hefur hann komið að margskonar uppbyggingu safnsins, sem hann mun fjalla um á tveggja daga námskeiði 6. og 7. desember. Námskeiðið er öllum opið sem áhuga hafa. .
27. nóvember 2013

Gestagangur í LHÍ | Intelligent Skins for Intelligent Buildings

Miðvikudaginn 4.desember kl.12:10 heldur Gregory D. Thomson erindið "Intelligent Skins for Intelligent Buildings" í fyrirlestrarröð hönnunar - og arkitektúrdeildar Listaháskóla Ísland, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
25. nóvember 2013

Mannamót í nóvember

Frummælendur á Mannamóti 27. nóvember kl. 17:15 verða Þórunn M. Óðinsdóttir, eigandi Intra ráðgjafar og Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríus. Mannamót er haldið síðsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 17:15-18:30 á Loftinu, Austurstræti 9. .
23. nóvember 2013

Síðdegisfundur | Sandur til Sahara, bjór til Danmerkur?

Dansk- íslenska viðskiptaráðið býður til síðdegisfundar miðvikudaginn 27. nóvember kl. 16.00-17.30 á Grand Hótel Reykjavík. Á meðal þeirra sem halda erindi Gunnar Hilmarsson eigandi og hönnuður Freebird Clothes og Jón Pálsson frá Saltverk. Skráning er hafin en frítt er á fundinn. .
21. nóvember 2013

Fyrirlestur | Clara Åhlvik og Ond design

Miðvikudaginn 27. nóvember kl. 12:00 mun Clara Åhlvik, sýningarstjóri frá Röhsska-safninu í Gautaborg halda fyrirlestur í sal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn fjallar um tilurð og efni sýningarinnar Ond design, eða Ill hönnun sem sett var upp í Röhsska safninu 2012 – 2013. Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi Röhsska-safnsins, Þjóðminjasafns Íslands og Hönnunarsafns Íslands. .
21. nóvember 2013

Hádegisfyrirlestur í LHÍ | Steinþór Kári Kárason

Miðvikudaginn 27. nóvember kl. 12.10 heldur Steinþór Kári Kárason erindið “Inn’í borg - út’í borg” í fyrirlestraröð hönnunar - og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, SNEIÐMYND í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
17. nóvember 2013

Fyrirlestraröð | Gagarín: Að skilja í gegnum upplifun

Á fyrirlestri Hönnunarmiðstöðvar, þann 21. nóvember, ætlar Nils Wiberg, „interaction designer“, segja frá starfi sínu við hönnunar- og margmiðlunarstofuna Gagarín. Hann mun ræða þau tækifæri og vandamál sem felast í myndrænni og gagnvirkri miðlun þekkingar. Fyrirlesturinn verður á ensku og fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20. .
12. nóvember 2013

Málþing | Norrænir arkitektar í þróunarsamstarfi

Hópurinn South of North heldur málþing í Norræna húsinu á fimmtudaginn 14. nóvember frá 16-19. Viðburðurinn er opinn öllum og er aðgangur ókeypis. .
11. nóvember 2013

Hádegisfyrirlestur í LHÍ | Linda B. Árnadóttir

Miðvikudaginn 13. nóvember flytur Linda Björg Árnadóttir, lektor í fatahönnun, erindið „Mynstraður textíll“. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestrarröð hönnunar- og arkitekúrdeildar Listaháskólans, SNEIÐMYND- skapandi umbreyting. Fyrirlesturinn fer fram í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A og hefst kl. 12:10. Allir velkomnir. .
09. nóvember 2013

Vinnusmiðja í Hönnunarsafni Íslands um „Vonda hönnun“

Clara Åhlvik sýningarstjóri frá Röhsska safninu í Gautaborg heldur fyrirlestur og stýrir smiðju um „Vonda hönnun“ í Hönnunarsafni Íslands 26. nóvember kl. 14-17. Skráningu lýkur 15. nóvember, ekkert þáttökugjald. .
09. nóvember 2013

Vinnustofa | Að velja markað til útflutnings - upphafsskrefin

Mark Dodsworth, eigandi ráðgjafafyrirtækisins Europartnerships sem staðsett er í Bretlandi mun stýra vinnustofu sem miðar að því að svara öllum þeim spurningum sem skipta máli þegar velja á nýjan markað. Vinnustofan fer fram þann 14. nóvember kl. 08:30 – 12:30 á Hilton Reykjavík Nordica. .
08. nóvember 2013

Fyrirlestur | Í fótspor Guðjóns Samúelssonar í Hafnarfirði

Í Hafnarborg sunnudaginn 10. nóvember kl. 15 fjallar Pétur H. Ármannsson arkitekt um Guðjón Samúelsson, arkitekt og húsameistara ríkisins til langs tíma. Pétur gerir sérstaklega skil þeim byggingum sem Guðjón teiknaði og finna má í Hafnarfirði, en þar á meðal eru Sankti Jósefsspítali, fyrsti áfangi Flensborgarskólans og elsti hluti húss Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar. .
07. nóvember 2013

Uppskeruhátíð Fatahönnunarfélag Íslands

Fatahönnunarfélag Íslands heldur uppskeruhátíð sínam laugardaginn 9. nóvember kl. 20. Michael H. Berkowitz, fatahönnuður frá New York og Ingvar Helgason er annar fatahönnuður tvíeykisins Ostwald Helgason halda fyrirlestur. Auk verða hin árlegu verðlaun Fatahönnuarfélagsins, Indriðaverðlaunin veitt. .
28. október 2013

Ráðstefnan You are in Control verður sett í kvöld

Alþjóðlega ráðstefnan You are in Control verður sett í kvöld, 28. október kl. 18 - 20 en fyrirlestrar og vinnusmiðjur fara fram á morgun og hinn, 29. - 30. október. kl. 9 - 19. Sem fyrr mætast á ráðstefnunni skapandi greinar, hönnun, tónlist, bókmenntir, tölvutækni, kvikmyndagerð og myndlist. Það eru enn nokkrir miðar eftir, fyrstir koma fyrstir fá. .
28. október 2013

Fyrirlestur | Á undan hverri spurning kemur svarið

Miðvikudaginn 30. október verður Hildigunnur Sverrisdóttir, fagstjóri í arkitektúr með hádegisfyrirlestur í fyrirlestrarröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, Sneiðmynd- skapandi umbreyting. Fyrirlesturinn fer í  Þverholti 11, fyrirlestrasal A og byrjar kl. 12:10. Allir eru velkomnir. .
28. október 2013

Mannamót í október

Frummælendur á Mannamóti 30. október kl. 17:15 verða Ragnar Fjölnisson, annar stofnanda og þróunarstjóri Kaptio og Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Mannamót er haldið síðsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 17:15-18:30 á Loftinu, Austurstræti 9. .
23. október 2013

Fyrirlestraröð | Nýjar leiðir

Á fyrirlestri Hönnunarmiðstöðvar, þann 24. október munu fjórir „Creative Directors“ af stórum auglýsingastofum hér í borg segja frá því hvernig sé að starfa í breyttum heimi miðlunar. Þeir Einar Örn á Íslensku Auglýsingastofunni, Jari á Brandenburg, Jónsi á EnnEmm og Viggó á JL munu fjalla um hvernig þeir beita nýjum leiðum og segja frá verkefnum. Fyrirlesturinn fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, fimmtudaginn 24. október kl. 20. .
10. október 2013

Hádegisfyrirlestur í LHÍ | Garðar Eyjólfsson

Miðvikudaginn 16. október kl. 12.10 heldur Garðar Eyjólfsson erindið “Leitin að goðsögnum samtímans” í fyrirlestrarröð hönnunar - og arkitektúrdeildar Listaháskóla Ísland, SNEIÐMYND í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. .
09. október 2013

Fundur | Tækifæri í Finnlandi - hönnun, smásala og reynslusaga

Finnsk-íslenska viðskiptaráðið í samvinnu við Sendiráð Finnlands á Íslandi býður til síðdegisfundar fimmtudaginn 10. október, kl. 15 á Radisson Blu Hótel Saga. Yfirskrift fundarins eru „Tækifæri í Finnlandi- hönnun, smásala og reynslusaga“. Skráning er hafin, tryggðu þér sæti! .
06. október 2013

Fundarröð um vöruþróun

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og DOKKAN halda fjóra fundi um vöruþróun. Markmiðið með fundunum er að deila reynslu og sögum af vel heppnuðum aðgerðum og breytingum á sviði vöruþróunar og hvetja þannig fleiri starfandi fyrirtæki til markvissra framkvæmda á þessu sviði. Annar fundurinn í röðinni verður haldinn miðvikudaginn 6. nóvember kl. 8:30-10. .
24. september 2013

Fyrirlestur | Skapandi þekking- samspil þekkingar, sköpunar og skilnings í fræðilegum rannsóknum

Miðvikudaginn 2. október kl. 12:10 flytur Sigrún Alba Sigurðardóttir, lektor og fagstjóri fræða í hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands hádegisfyrirlestur í fyrirlestrarröðinni Sneiðmynd- skapandi umbreyting. .
24. september 2013

Hönnuðir hittast | Þátttaka í alþjóðlegum hönnunarhátíðum

Á næsta Hönnuðir hittast ætla þær Helga og Signý í Tulipop og Ingibjörg Hanna að deila reynslu sinni af þátttöku í hönnunarhátíðum erlendis. Fundirnir eru haldnir mánaðarlega og munu að mestu leyti snúast um HönnunarMars og sitthvað hagnýtt sem tengist þátttöku í hátíðinni. Næsti fundur verður haldin miðvikudaginn 2. október kl. 17.30-19 á Bergsson Mathúsi, Templarasundi 3. .
21. september 2013

Ráðstefnan Breiðgötur | Lykilfyrirestur á fimmtudagskvöld kl. 20

Fimmtudaginn 26. september kl. 20:00 flytur Liza Fior fyrirlestur um hvernig stofnbrautir og umferðaræðar geta stuðlað að gæðum nærumhverfis. Í fyrirlestrinum fjallar Liza um stefnumótandi áætlunina fyrir London, High Street 2012, sem fól í sér að styrkja megin umferðaræð frá miðborg Londonar til nýja ólympíusvæðisins. Seinni hluti ráðstefnunnar fer fram föstudaginn 27. september kl. 9:00- 16:30. Ráðstefnan Breiðgötur fer fram í Þverholti 11, fyirlestrasal A og eru allir velkomnir. .
Eldri fyrirlestrar
















LIfandi fyrirlestrar

Upptökur frá fyrirlestrum Hönnunarmiðstöðvar má skoða hér.

Dr. Ronald Jones, prófessor í þvergfaglegum fræðum hjá The Experience Design Group við Konstfack háskóla í Stokkhólmi, býður til umræðu í leitandi fyrirlestri og málstofu um það hvernig framleiðsla þekkingar hefur umbreyst í sköpun visku frá Iceland Design Center on Vimeo.

Yfirlit