26. febrúar 2014
Hugarflug, ráðstefna Listaháskólans um rannsóknir og listir, verður haldin 28. febrúar, kl. 9-17 í Þverholti 11. Í ár fylla 12 málstofur dagskrá Hugarflugs með yfir 50 erindum á sviði heimspeki, listkennslu, arkitektúrs, tónlistar, hönnunar, sviðslista, myndlistar, bókmenntafræði, menningarfræði og sýningarstjórnunar. Allir velkomnir!
.