Fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar í Hafnarhúsi

Frá árunum 2009-2014 hefur Hönnunarmiðstöð staðið fyrir fyrirlestrum einu sinni í mánuði yfir veturinn í samstarfi við Listaháskóla Íslands og Listasafn Reykjavíkur. Fyrirlestrarnir fóru fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi á fimmtudögum kl. 20.00.

Fyrirlesararnir hafa verið ýmsir innlendir og erlendir hönnuðir og fræðimenn, en hér fyrir neðan er hægt að kynna sér þá sem hafa komið fram.


04. apríl 2014

Fyrirlestraröð | Kraftur fjöldans: Orð í belg

Í kvöld, fimmtudag kl. 20:00 í Hafnarhúsinu heldur Nathan Woodhead, frá auglýsingastofunni The Brooklyn Brothers fyrirlestur. Nathan mun segja frá verkefnum Brooklyn Brothers og tala um sagnamennsku og samskipti á stafrænni öld, en á meðal verkefna stofunnar er herferðin Inspired by Iceland sem unnin hefur verið í samstarfi við Íslensku Auglýsingastofuna fyrir Íslandsstofu. .
10. mars 2014

Fyrirlestraröð | Dagný Bjarnadóttir - Úrgangur / Efniviður

Á fyrirlestri Hönnunarmiðstöðvar, þann 13. mars mun Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt kynna verkefni sem byggja á endurnýtingu hráefnis sem áður hefur verið sett til hliðar sem úrgangur. Á fyrirlestrinum fjallar hún um hugmyndafræði, hönnun og úrvinnslu þeirra verkefna sem hún er með hugann við þessa dagana. Fyrirlesturinn fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, fimmtudaginn 13. mars kl. 20. .
12. febrúar 2014

Fyrirlestraröð | Mike Friton - Frumkvöðull í skóhönnun

Mike Friton hefur verið brautryðjandi í skóhönnun undanfarin 30 ár. Friton mun ræða sínar aðferðir í vöruhönnun, verkefnalausnir og reynslu á alþjóðamarkaði á fyrirlestri í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi þann 13. febrúar kl. 20. .
10. janúar 2014

Fyrirlestraröð | Scintilla: Linda Björg Árnadóttir

Linda Björg Árnadóttir fata- og textílhönnuður, og lektor í fatahönnun, við Listaháskóla Íslands í fatahönnun heldur fyrirlestur í Hafnarhúsinu þann 16. janúar kl. 20. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar sem haldin er í samstarfi við Listaháskóla Íslands og Listasafn Reykjavíkur. .
17. nóvember 2013

Fyrirlestraröð | Gagarín: Að skilja í gegnum upplifun

Á fyrirlestri Hönnunarmiðstöðvar, þann 21. nóvember, ætlar Nils Wiberg, „interaction designer“, segja frá starfi sínu við hönnunar- og margmiðlunarstofuna Gagarín. Hann mun ræða þau tækifæri og vandamál sem felast í myndrænni og gagnvirkri miðlun þekkingar. Fyrirlesturinn verður á ensku og fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20. .
23. október 2013

Fyrirlestraröð | Nýjar leiðir

Á fyrirlestri Hönnunarmiðstöðvar, þann 24. október munu fjórir „Creative Directors“ af stórum auglýsingastofum hér í borg segja frá því hvernig sé að starfa í breyttum heimi miðlunar. Þeir Einar Örn á Íslensku Auglýsingastofunni, Jari á Brandenburg, Jónsi á EnnEmm og Viggó á JL munu fjalla um hvernig þeir beita nýjum leiðum og segja frá verkefnum. Fyrirlesturinn fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, fimmtudaginn 24. október kl. 20. .
14. september 2013

Fyrirlestraröð | Ný kynslóð hönnuða – Young Talents

Á fyrsta fyrirlestri Hönnunarmiðstöðvar þennan veturinn, munu þær Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður og Magnea Einarsdóttir fatahönnuður kynna verkefni sín. Þeim var á dögunum boðið að taka þátt í norrænni kynningardagskrá hönnuða sem haldin var í Berlín dagana 1.-3. september. .
15. apríl 2013

Alþingiskosningar 2013 | Hönnun og arkitektúr

Fulltrúum stærstu framboðsflokkanna hefur verið boðin þátttaka í málþingi um hönnun-og arkitektúr í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi, fimmtudaginn 18. apríl kl. 20. Hönnunarstefna fyrir Ísland og Menningarstefna í mannvirkjagerð er til grundvallar umræðunum. Fundarstjóri er Jóhannes Þórðarson. Málþingið er hluti af fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands sem haldin er í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands. .
21. mars 2013

Umræðuþræðir | Miwon Kwon - Ends of the earth (and back)

Sýningarstjórinn og listfræðingurinn Miwon Kwon heldur fyrirlestur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi fimmtudaginn 21. mars kl. 20. Hún mun m.a. annars flytja fjalla um um sýninguna “Ends of the Earth: Land Art to 1974” sem hún stýrði í samvinnu við Philipp Kaiser í Samtímalistasafninu í Los Angeles árið 2012 og verk Robert Smithson, en sýning með verkum hans stendur í Hafnarhúsinu til 14. apríl. .
18. febrúar 2013

Fyrirlestrarröð | Þróun í návígi

Fyrirtækið Össur er leiðandi á heimsvísu í hönnun og framleiðslu stoðtækja og stuðningsvara. Í öflugri þróunardeild Össurar starfa hönnuðir í öllum teymum. Vöruhönnuðurinn Sindri Páll Sigurðsson er einn af þeim og ætlar í fyrirestri í Hafnarhúsinu, fimmtudaginn 21. febrúar klukkan 20, að rekja þróunarferli nokkurra vara, frá hugmynd að endanlegri vöru. Einnig mun hann kynna kynna starfsemi fyrirtækisins á alþjóða vettvangi og fara yfir styrk þess og starfsemi hér heima. .
18. janúar 2013

Fyrirlestraröð | Dóra Ísleifs og Guðrún Lilja 24. janúar

Dóra Ísleifsdóttir grafískur hönnuður og prófessor við Listaháskóla Íslands og Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönnuður hjá Studiobility fjalla um hönnun, hönnunarferli og hvernig hönnun og aðferðir hennar nýtast samfélaginu, í fyrirlestri í Hafnarhúsinu, fimmtudaginn 24. janúar klukkan 20. .
20. nóvember 2012

Fyrirlestraröð | Um bókstafinn ð

Grafísku aðstandendur bókarinnar ð ævisaga segja frá niðurstöðum rannsóknanna um bókstafinn ð með Stefán Pálsson sagnfræðing í broddi fylkingingar. Gísli B. Björnsson ætlar jafnframt að segja frá ólíkum skólum og kenningum í teiknun ð-sins í gegnum árin. Umræðum stjórnar Hörður Lárusson, grafískur hönnuður. Hafnarhúsið, 22. nóv. kl. 20. .
18. október 2012

Fyrirlestrarröð | Menningararfur: þrætuepli og hreyfiafl í hönnun

Reglulega koma upp mál í fjölmiðlum um íslenska hönnun, gildi hennar og skilyrði þess að hún geti kallast íslensk. Umræðan snýst þá gjarnan um íslenskan menningararf og birtingamynd hans í íslenskri hönnun. Þetta verður tekið fyrir á málþinginu auk þess að rætt verður um hönnunarvernd og hönnunarstuld á vörum byggðum á íslenskum menningararfi. Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi fimmtudaginn 18. október, klukkan 20-21:30. .
17. september 2012

Fyrirlestrarröð | „Þetta er bara mýri...“

Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður og Magnea Guðmundsdóttir arkitekt fjalla um hönnunarferli sýningarinnar „Lífið í Vatnsmýrinni“ og þverfaglega nálgun á fyrirbærinu náttúra. Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi fimmtudaginn 20. september kl. 20:00. .
27. ágúst 2012

Fyrirlestrar | Dagsetningar veturinn 2011-2012

Hönnunarmiðstöð stendur fyrir fyrirlestrum einu sínni í mánuði í samstarfi við Listaháskóla Íslands og Listasafn Reykjavíkur. Fyrirlestrarnir fara fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
.
26. ágúst 2012

Fyrirlestur | Smári McCarthy

Smári McCarthy ríður á vaðið með fyrsta fyrirlestur haustsins í fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar í Listasafni Reykjavíkur. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina "Miðstýring vs. dreifstýring: Tveggja alda þróun valds í hönnun" og fer fram í Listasafni Reykjavíkur næstkomandi fimmtudag kl. 20:00. .
10. apríl 2012

Fyrirlestur og umræður | Dr. Ronald Jones

Dr. Ronald Jones, prófessor í þvergfaglegum fræðum hjá The Experience Design Group við Konstfack háskóla í Stokkhólmi, býður til umræðu í leitandi fyrirlestri og málstofu um það hvernig framleiðsla þekkingar hefur umbreyst í sköpun visku. .
12. mars 2012

Fyrirlestur | Giulio Vinaccia

Hönnuðurinn Giulio Vinaccia heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni „Hönnun í þróunarskyni" nk. fimmtudag 15. mars kl. 17 í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Giulio Vinaccia hefur komið að ótal samfélagslegum verkefnum um allan heim. Giulio Vinaccia er hér á landi í boði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. .
14. febrúar 2012

Fyrirlestur | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Bjarnheiður Jóhannsdóttir og Guðmundur Óli Hilmisson kynna þjónustu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og helstu styrki og stuðningsmöguleika í Hafnarhúsi nk. fimmtudag 16. febrúar kl. 20 í Hafnarhúsi. .
16. janúar 2012

Fyrirlestur | Katrín Ólína

Draumaflakkari; er flakkarinn í okkur sem ferðast viðstöðulaust um heima undirvitundarinnar. Hafnarhús, fimmtudag 19. janúar kl. 20. .
16. nóvember 2011

Fyrirlestur | Hönnunarsjóður Auroru

Hönnunarsjóður Auroru ásamt nokkrum styrkþegum sjóðsins miðla af reynslu sinni á tímamótum í starfsemi sjóðsins í Fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, Listaháskóla Íslands og Listasafns Reykjavíkur fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20 í Hafnarhúsi. .
19. október 2011

Fyrirlestur | Hildigunnur Sverrisdóttir

Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt veltir fyrir sér stöðu hönnunar og hönnuða í fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, Listaháskólans og Listasafns Reykjavíkur, fimmtudaginn 20. október kl. 20 í Hafnarhúsi. .
20. september 2011

Fyrirlestur | Mareike Gast

Mareike Gast iðnhönnuður fjallar um möguleika prentaðrar lífrænnar rafeindatækni frá sjónarhóli hönnuðar í fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, LHÍ og Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi fimmtudaginn 22. september kl. 20. .
28. ágúst 2011

Fyrirlestur | Sarah Wigglesworth

Sarah Wigglesworth arkitekt á fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, LHÍ og Listasafns Reykjavíkur, þriðjudaginn 30. ágúst í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. .
27. apríl 2011

Fyrirlestur | Boaz Cohen & Sayaka Yamamoto frá BCXSY

Boaz Cohen & Sayaka Yamamoto frá BCXSY munu fjalla um hönnunarferðalög í fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, Listaháskólans og Listasafns Reykjavíkur fimmtudaginn 28. apríl kl. 20 í Hafnarhúsinu. .
15. mars 2011

Fyrirlestur | Deborah Saunt

Deborah Saunt heldur fyrirlestur í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur nk. fimmtudag 17. mars kl. 20. .
14. febrúar 2011

Fyrirlestur | Sóley Stefánsdóttir grafískur hönnuður

Sóley Stefánsdóttir grafískur hönnuður mun segja frá verkefnum sínum í Mósambík og starf sitt með ungu metnaðarfullu námsfólki sem þarf að leggja mikið á sig til að láta drauma sína rætast í fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur nk. fimmtudag 17. febrúar kl. 20. .
19. janúar 2011

Fyrirlestur | Aamu Song og Johan Olin

Vöruhönnuðurnir Aamu Song og Johan Olin halda fyrirlestur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, fimmtudaginn 20. janúar kl. 20.00. .
16. nóvember 2010

Fyrirlestur | Páll Hjaltason arkitekt

Páll Hjaltason arkitekt, aðalhönnuður og listrænn stjórnandi íslenska skálans á Expó í Kína, fjallar um ferli, áskoranir og árangur verkefnisins, fimmtudaginn 18. nóvember kl. 20 í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. .
18. október 2010

Fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar | Hönnun fyrir Ragnarök

Apokalyps Labotek ALT flytur fyrirlesturinn Design for an apocalyptic era fimmtudaginn 28. október kl. 20:00  í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. .
















LIfandi fyrirlestrar

Upptökur frá fyrirlestrum Hönnunarmiðstöðvar má skoða hér.

Dr. Ronald Jones, prófessor í þvergfaglegum fræðum hjá The Experience Design Group við Konstfack háskóla í Stokkhólmi, býður til umræðu í leitandi fyrirlestri og málstofu um það hvernig framleiðsla þekkingar hefur umbreyst í sköpun visku frá Iceland Design Center on Vimeo.

yfirlit