Deborah Saunt heldur fyrirlestur í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur nk. fimmtudag 17. mars kl. 20, í fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, Listaháskóla Íslands og Listasafns Reykjavíkur.
Deborah Saunt stofnaði árið 1998, ásamt David Hills,
arkitektastofuna DSDHA í London. Í verkum þeirra eru mörkin óskýr milli landslags og arkitektúrs og listarinnar og borgarfræða þar sem fyrirfram mótaðar hugmyndir okkar um borgina eru prófaðar. Verkefnin eru margvísleg, allt frá aðalíbúðabyggingu ólympíuþorpsins í London 2012 til samstarfsverkefnis við keramikerinn Edmund de Waal við þróun innsetningaraðar sem til stendur að ferðist um Bretland.
Auk vinnu sinnar við stofuna var Deborah gestakennari við EPFL í Lausanne í Sviss frá 2008-2010 auk þess sem að bæði Deborah og David hafa kennt við The University of Cambridge, The Architectural Association sem og að halda úti studíói við London Metropolitan University. Deborah er virk í skrifum og umfjöllun um arkitektúr , bæði í blöðum, útvarpi og sjónvarpi.
DSDHA
lhi.is
listasafnreykjavikur.is