Fyrirlestraröð í Hafnarhúsi

18.10.2010

Fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar | Hönnun fyrir Ragnarök
Upptaka frá fyrirlestrinum:

Apokalyps Labotek ALT | Design for an apocalyptic era from Iceland Design Center on Vimeo.Hönnunarstofan Apokalyps Labotek ALT flytur fyrirlestur undir yfirskriftinni "Design for an apocalyptic era" í fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, fimmtudaginn 28. október kl. 20:00 í Hafnarhúsi Listasafns Reykjvíkur.

Meginefni fyrirlestrarins er sjálfbær hönnun, endurnýting hráefnis og kynning á ferli og framleiðslu ALT, en Labotek ALT er hönnunar- og nýsköpunarstofa staðsett í Malmö í Svíþjóð.

Labotek ALT hafa unnið til ýmissa verðlauna síðasta áratuginn og nýlega alþjóðlegu “Terre de Femme award” og “Wallpaper Design Awards 2010” fyrir bestu endurvinnsluhönnunina (Best Recycling Design) fyrir verkefnið The Parquet, sem er parket unnið úr nokkrum af þeim 250 milljón hjólbörðum sem er fargað í Evrópu árlega.

Stofnendur ALT eru Petra Lilja og Jenny Nordberg sem eru báðar iðnhönnuðir og vinna með sjálbæra hönnun, umhverfismál, neyslu og samskipti.

www.apokalypslabotek.se


Fyrirlesturinn er samstarfsverkefni Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Listaháskóla Íslands og Hönnunarsjóðs Auroru og er hluti af Ting - norrænni listahátíð í Reykjavík 28. okt - 7. nóv.