Fyrirlestraröð í Hafnarhúsi

16.1.2012

Fyrirlestur | Katrín Ólína



Draumaflakkari
Fimmtudagur 19. janúar kl. 20
Hafnarhús Listasafns Reykjavíkur


Draumaflakkari; er flakkarinn í okkur sem ferðast viðstöðulaust um heima undirvitundarinnar. Hann kemur víða við og lætur stórkostleg veður eða aðra farartálma ekki hindra sína för. Hann klífur fjöll og himnastiga, siglir eftir straumhörðum ám eða kafar niður á dýpstu hafsbotna. Hann er jafnt heimagangur í kjöllurum og keisarans höllum. Hann hefur dálæti á flugi og þegar farartækin duga ekki eða eru ekki til taks býr hann sér til vængi og hefur sig til flugs.

Hönnuðurinn Katrín Ólína Pétursdóttir hefur lengi fengist við hugmyndina um drauminn í verkum sínum. Í fyrsta fyrirlestri ársins á vegum Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Listaháskólans og Listasafns Reykjavíkur mun Katrín skýra frá verkum sínum út frá sjónarhóli draumaflakkarans.

www.listasafnreykjavikur.is