Fyrirlestraröð í Hafnarhúsi

19.10.2011

Fyrirlestur | Hildigunnur Sverrisdóttir




Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt mun velta fyrir sér stöðu hönnunar og hönnuða, erindi hönnunar og innri verkfæra til að koma erindum sínum á framfæri í fyrirlestri í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur, fimmtudaginn 20. október kl. 20.


Hvernig þekkingarvef spinnur hönnun?

Er hægt að tala um stétt hönnuða? Hvað eiga þeir sameiginlegt og hvað aðskilur þá? Í hverju liggur sérstæð geta þeirra fyrir það samfélag sem þeir hljóta að vera þátttakendur í - hvernig hefur hlutverk þeirra innan samfélaga þróast? Þessum spurningum verður ábyggilega ekki svarað ásættanlega í fyrirlestrinum - en þeim verður svo sannarlega velt upp!

Hildigunnur er arkitekt og stundakennari við LHÍ. Hún hefur unnið í samhengi sem stundum kallast þverfaglegt , en hún sjálf telur viðeigandi og borðliggjandi, hefur meðal annars verið auðveldari í Prisma diplómanámi á vegum LHÍ og Háskólans á BIfröst, meðfram hefðbundnari teiknistofuhönnun.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, Listaháskólans og Listasafns Reykjavíkur.