Fyrirlestraröð í Hafnarhúsi

19.1.2011

Fyrirlestur | Aamu Song og Johan Olin



Vöruhönnuðurnir Aamu Song og Johan Olin halda fyrirlestur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, fimmtudaginn 20. janúar kl. 20.00. Hönnuðirnir eru gestakennarar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands.

Aamu og Johan reka fyrirtækið Company í Helsinki. Þau hafa ferðast með búðina sína The Secret Shop eða Salakauppa víða um heim síðastliðin 5 ár.

Hönnuðurnir starfa á hönnunarvettvanginum sem hönnuðir, framleiðendur, seljendur og vers...lunareigendur. Hugmyndafræði þeirra og vörur endurspegla og fagna hefðbundnu finnsku handverki og hráefni.

Föstudaginn 21. janúar kl. 17.00 opnar The Secret Shop í Spark Design Space að Klapparstíg 33, sýningin stendur til 15 mars.
Opnunartími: 10.00 - 18.00 virka daga og 12.00 - 16.00 á laugardögum.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Listaháskóla Íslands og Listasafns Reykjavíkur.

com-pa-ny.com

sparkdesignspace.com
listasafnreykjavikur.is
lhi.is