Fyrirlestraröð í Hafnarhúsi

27.4.2011

Fyrirlestur | Boaz Cohen & Sayaka Yamamoto frá BCXSY
Boaz Cohen & Sayaka Yamamoto frá BCXSY munu fjalla um hönnunarferðalög. Á undanförnum árum hafa þau tengt saman hönnunarverkefni og ferðalög á áhrifaríkan hátt. Meðal annars munu þau fjalla um nýjasta verkefni sitt Origin part II: Balance sem frumsýnt var í Mílanó fyrr í mánuðinum.

Cohen og Yamamoto eru hér á landi í boði hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, þar sem þau halda stutt námskeið á vöruhönnunbraut.

bcxsy.com