Fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, Listaháskóla Íslands
og Listasafn Reykjavikur, Hafnarhús, fimmtudaginn 17. nóvember kl 20:00
Ákveðið hefur verið að halda áfram starfsemi Hönnunarsjóðs Auroru,
eftir að 3ja ára tilraunatímabili hans lýkur nú í lok þessa árs.
Hönnunarsjóðurinn stendur því á tímamótum og við hæfi að halda upp á það
með því að staldra aðeins við, líta um öxl og miðla af reynslu sjóðsins
og þeirra sem hlotið hafa styrk.
Fram koma:
- Anton Kaldal, Gunnar Þ.Vilhjálmson og Steinar Farestveit | Saga og þróun bókstafsins ð
- Andrea Maack | EAU DE PARFUM
- Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson | KRON by KRONKRON
- Hafsteinn Júlíusson | HAF
- Sigríður Sigurjónsdóttir | SPARK, Design Space
- Hlín Helga Guðlaugsdóttir | Hönnunarsjóður Auroru
Í hádeginu, þennan sama dag, fimmtudaginn 17. nóvember fer fram sjöunda
úthlutun úr sjóðnum frá því hann var stofnaður þann 13. febrúar 2009.
Hönnunarsjóður Auroru hefur styrkt og starfað með fjölbreyttum hópi
hönnuða og arkitekta og tekið þátt í hönnunarviðburðum eins og
HönnunarMarsi Hönnunarmiðstöðvar Íslands, LungA, farandsýningunni
"Íslensk samtímahönnun" sem gert hefur víðreist auk Atypi alþjóðlegri
ráðstefnu leturhönnuða sem haldinn var í Hörpunni á dögunum, svo
eitthvað sé nefnt. Sjóðurinn hefur einnig lagt nokkra áherslu á
viðskiptaráðgjöf til hönnuða, auk sérstakra starfsreynslustyrkja
(internship) fyrir nýlega útskrifaða hönnuði hérlendis og erlendis.
Meðal þeirra sem hlotið hafa styrk eru
Andrea Maack | EAU DE PARFUM,
Anton Kaldal, Gunnar Þ.Vilhjálmsson, Steinar Farestveit |
rannsóknarverkefni um ð, Bóas Kristjánsson |
8045, Brynhildur Pálsdóttir, Guðfinna Mjöll
Magnúsdóttir, Egill Kalevi, Hrafnkell Birgisson, Þuríður Rós
Sigurþórsdóttir |
Vík Prjónsdóttir, Charlie
Strand | Icelandic Fashion Design, Dagný Bjarnadóttir |
Furnibloom, Guðmundur Hallgrímsson |
MUNDI,
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir |
StudioBility, Hafsteinn Júlíusson |
HAF, Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson |
KronbyKronKron,
Hörður Lárusson | Fánabókin,
Jón Björnsson |
Flower Eruption,
Katrín Ólína,
KRADS arkitektar | PLAYTIME, Linda
Björg Árnadóttir |
Scintilla, Sigríður
Sigurjónsdóttir |
Spark hönnunargallerí,
Sruli Recht | herrafatalína.
Hönnunarsjóður Auroru hefur að markmiði að skjóta styrkum stoðum undir
íslenska hönnun með því að veita hönnuðum og arkitektum fjárhagslega
aðstoð. Markmið hans er að styrkja hönnuði til að koma sjálfum sér,
hugmyndum sínum, vörum og verkefnum á framfæri og aðstoða við vöruþróun
og markaðssetningu hérlendis og erlendis. Einnig getur sjóðurinn haft
frumkvæði að sjálfstæðum verkefnum sem þjóna tilgangi hans svo sem
að standa að viðurkenningum eða sýningum og vera samstarfsvettvangur
hönnuða og aðila úr atvinnu- og viðskiptalífinu. Auk þessa miðlar
sjóðurinn einnig þekkingu á sviði hönnunar og arkitektúrs, í samstarfi
við aðra aðila í faginu, eftir því sem við á. Hönnunarsjóði Auroru er
þannig ætlað að styðja við bak efnilegra hönnuða, efla grasrótarstarf í
hönnun og vera vettvangur hugmynda og skapandi hugsunar í greininni.
www.honnunarsjodur.is