Fyrirlestraröð í Hafnarhúsi

21.3.2013

Umræðuþræðir | Miwon Kwon - Ends of the earth (and back)



Sýningarstjórinn og listfræðingurinn Miwon Kwon heldur fyrirlestur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi fimmtudaginn 21. mars kl. 20. Hún mun m.a. annars flytja fjalla um um sýninguna “Ends of the Earth: Land Art to 1974” sem hún stýrði í samvinnu við Philipp Kaiser í Samtímalistasafninu í Los Angeles árið 2012 og verk Robert Smithson, en sýning með verkum hans stendur í Hafnarhúsinu til 14. apríl.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn.

Miwon Kwon kennir listfræði við University of California í Los Angeles. Hún er lærður arkitekt og ljósmyndari en rannsóknir hennar og skrif eru aðallega á sviðum samtíma myndlistar, arkitektúrs og umhverfislistar. Kwon hefur sýningastýrt fjölda sýninga samtíma listamanna og skrifað markverðar bækur og greinar í helstu listtímarit. Nefna má ritið One Place After Another: Site-Specific Art and Locational Identity, (MIT Press, 2002), og skrif um myndlistarmennina; Francis Alÿs, Michael Asher, Cai Guo-Qiang, Jimmie Durham, Felix Gonzalez-Torres, Barbara Kruger, Christian Marclay, Ana Mendieta, Josiah McElheny, Christian Philipp Müller, Gabriel Orozco, Jorge Pardo, Richard Serra, James Turrell, and Do Ho Suh, meðal annarra.

Miwon Kwon, flytur erindið “Ends of the Earth (and Back)” í fyrirlestrarseríunni Umræðuþræðir í tengslum við sýningu Robert Smithson í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur fimmtudaginn 21. mars kl. 20.00. Erindið byggir á merkri sýningu “Ends of the Earth: Land Art to 1974” sem hún sýningastýrði ásamt Philipp Kaiser í Museum of Contemporary Art í Los Angeles borg árið 2012. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er haldinn í sérstöku samstarfi við Hönnunarmiðstöð. Hann er öllum opinn án endurgjalds.

Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og myndlistardeildar Listaháskóla Íslands. Lagt er uppi með að skapa vettvang hérlendis fyrir alþjóðleg tengsl og umræður í fyrirlestraröð ár hvert. Þátttakendur í verkefninu eru virtir sýningarstjórar, fræði- og listamenn sem eiga merkan feril að baki á alþjóðlegum vettvangi.