24.12.2013
Hönnun er lykilatriði í nýsköpun og fjölgun atvinnutækifæra
24. desember 2013

Hönnun er lykilatriði í nýsköpun og fjölgun atvinnutækifæra

Yfir 200 umsóknir bárust fyrir fyrstu úthlutun hönnunarsjóðs og alls var sótt um yfir 400 miljónir króna sem sýnir fram á þá miklu fjámagnsþörf sem er innan greinarinnar. Hægt var sækja um styrki í fjórum flokkum; þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki auk ferðastyrkja. Grein um mikilvægi samkeppnissjóðs fyrir hönnuði eftir Höllu Helgadóttur, framkvæmdarstjóra Hönnunarmiðstöðvar sem birtist í Fréttablaðinu 24. desember 2013. meira
12.12.2013
Grein | Íslensk hönnun, handverk eða föndur?
12. desember 2013

Grein | Íslensk hönnun, handverk eða föndur?

Nú er til umfjöllunar á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um notkun þjóðfána Íslendinga á íslenskum vörum. Í frumvarpinu er hönnun, handverki og jafnvel föndri ruglað saman eins og er nokkuð algengt hér á landi. Halla Helgadóttir framkvæmdarstjóri Hönnunarmiðstöðvar skrifaði grein um málið sem birtist í Fréttablaðinu 12. desember 2013. meira
11.10.2013
Umfjöllun | Hindranir og tækifæri fatahönnuða á Íslandi
11. október 2013

Umfjöllun | Hindranir og tækifæri fatahönnuða á Íslandi

Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 10. okóber 2013 er fjallað um fatahönnunargeirann á Íslandi. Þar má finna áhugaverð viðtöl við Hugrúnu í KronKron, Laufeyu Jónsdóttur, formann Fatahönnunarfélags Íslands og Elínrósu Líndal. meira
11.10.2013
Íslenskri hönnun gerð prýðileg skil í finnsku hönnunartímariti
11. október 2013

Íslenskri hönnun gerð prýðileg skil í finnsku hönnunartímariti

Út var að koma nýasta tölublað Glorian Koti í Finlandi en það er eitt helsta heimilis- og innréttingablað landsins. Í blaðinu er stór umfjöllun um HönnunarMars og íslenska hönnun en ritstjóri blaðsins, Kari-Otso Nevaluoma var hér á landi í boði Hönnunarmiðstöðvar meðan á hátíðinni stóð. meira
1.10.2013
Grein | Björg í bú
01. október 2013

Grein | Björg í bú

„Fjármagn hönnunarsjóðs árið 2013 er tryggt. Framtíðarhorfur sjóðsins eru óræðari en munu skýrast þegar fjárlög verða samþykkt á haustþingi. Þar mun reyna á samvinnu þingflokka. Hönnunargeirinn ber þverfaglegri samvinnu gott vitni. Vonandi er að vel takist til á Alþingi í ár.“

Grein eftir Ólaf Mathiesen arkitekt og formann stjórnar hönnunarsjóðs. Birtist í Fréttablaðinu 1. október 2013, bls. 14. meira
8.7.2013
Hvað ert þú að hanna?
08. júlí 2013

Hvað ert þú að hanna?

„Hönnunarhugsun ýtir undir nýsköpun, ögrar norminu, horfir til framtíðar og bætir tækni og ferla. 

Flestir meðvitaðir stjórnendur gera sér vel grein fyrir þessu og nýta sér hönnunarhæfileika í sínum rekstri. Þeir skilja að viðskiptaumhverfi samtímans væri einfaldlega ekki það sem það er nú án tilkomu hönnunar.“

Grein eftir Maríu Lovísu Árnadóttur sem birtist í  Markaðsblaði Fréttablaðsins 12. júní 2013. meira
4.12.2012
Stuðningur við íslenska hönnun
04. desember 2012

Stuðningur við íslenska hönnun

„Hönnun hefur um langa hríð átt undir högg að sækja þegar kemur að stuðningi hins opinbera. Helgast það annars vegar af því að hönnun er afskaplega víðfermt hugtak, þar sem hönnuðir vinna sjálfstætt að mjög fjölbreyttum verkefnum, hins vegar vegna þess að stjórnvöld hafa tilhneigingu til að styðja það sem þekkt er og hefur verið gert áður. Því hefur stuðningur við skapandi greinar aðallega snúið að bókmenntum, leiklist, kvikmyndagerð og tónlist.“

Haukur Már Hauksson, stjórnarformaður Hönnunarmiðstöðvar Íslands, skrifar um menningarlegt og hagrænt mikilvægi hönnunar í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. desember 2012. meira
4.12.2012
Skapandi greinar, menntun og rannsóknir
04. desember 2012

Skapandi greinar, menntun og rannsóknir

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir forstöðumaður rannsóknaþjónustu Listaháskóla Íslands , skrifar um skapandi greinar, menntun og rannsóknir í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. desember 2012. meira
20.9.2012
Tímaritið Arkitektúr 2012
20. september 2012

Tímaritið Arkitektúr 2012

Í nýútkomnu tölublaði Arkitektúrs er komið víða við. Skyggnst er inn í almenningsrými Reykjavíkur þar sem sjónum er bæði beint að byggingum og rýminu þar á milli. Jafnframt er sjónum beint að tveimur nýjum en ólíkum byggingum sem risið hafa í miðborg Reykjavíkur, Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu og nýbyggingum á „Brunareit“ við Lækjartorg. meira
22.5.2012
Byggingarlistadeild við Listasafn Reykjavíkur lögð niður
22. maí 2012

Byggingarlistadeild við Listasafn Reykjavíkur lögð niður

Byggingarlistadeild við Listasafn Reykjavíkur var lögð niður um óakveðinn tíma þann 1. mars 2011. Hér birstis tilkynning skrifuð af Guju Dögg Hauksdóttur arkitekt cand.Arch, FAÍ og fyrrverandi deildarstjóra byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur. meira
26.4.2012
Vörusýningar: Gamla góða leiðin sem virkar enn
26. apríl 2012

Vörusýningar: Gamla góða leiðin sem virkar enn

Það er tvímælalaust auðveldara fyrir ung íslensk fyrirtæki að selja vörur sínar til annarra landa í dag en fyrir áratug síðan. Netið auðveldar leit að mögulegum kaupendum, Skype lækkar símakostnaðinn og samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Twitter hjálpa til við að koma vörum og þjónustu á framfæri.

Greinin birtist í Viðskiptablaðinu 26. apríl 2012. Höfundur er annar stofnenda Tulipop og MBA frá London Business School. meira
20.2.2012
Ný norræn menningarhús | Pistlasyrpa í Víðsjá
20. febrúar 2012

Ný norræn menningarhús | Pistlasyrpa í Víðsjá

Á örfáum árum hafa öll Norðurlöndin byggt ný menningarhús. Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt leggur land undir fót með hlustendum Víðsjár og sækir heim byggingarnar. Pistlunum er útvarpað á fimmtudögum í Víðsjá. meira
13.1.2012
Góðir staðir | Leiðbeiningarit um uppbyggingu ferðamannastaða
13. janúar 2012

Góðir staðir | Leiðbeiningarit um uppbyggingu ferðamannastaða

Út er komið leiðbeiningaritið GÓÐIR STAÐIR. Ritinu er ætlað að vera hvatning til þeirra fjölmörgu aðila sem standa að uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi til að vanda til verka. meira
30.8.2011
Útgáfa | Arkitektúr
30. ágúst 2011

Útgáfa | Arkitektúr

Arkitektafélag Íslands og Félag íslenskra landslagsarkitekta standa saman að útgáfu Arkitektúrs, tímariti um umhverfishönnun á Íslandi. Í nýútkomnu tölublaði Arkitektúrs er sjónum beint að ferðamannastöðum á Íslandi. meira
14.3.2011
Guðmundur Oddur Magnússon | Hönnunarmars
14. mars 2011

Guðmundur Oddur Magnússon | Hönnunarmars

Í Viðskiptablaðinu 17. mars 2011 birtist grein eftir Guðmund Odd Magnússon undir fyrirsögninni Hönnunarmars. Þar segir hann meðal annars: "Við gerðum þetta öll. Þetta tókst afskaplega vel vegna þess að við stóðum saman og sjálhverfan eyðilagði ekki neitt. Hin raunverulega hönnunarstefna þjóðarinnar í hnotskurn ætti hljóma einhvern veginn svona." meira
3.12.2010
ÁL ER EKKI FISKUR | Minna hráefni, meiri vöruþróun
03. desember 2010

ÁL ER EKKI FISKUR | Minna hráefni, meiri vöruþróun

"Í vikunni var opinberuð kortlagning á hagrænum umsvifum skapandi greina á Íslandi. Það hefur komið betur í ljós hversu mikil verðmæti og störf þessar greinar leiða af sér. Þær reynast vera einn meginn burðarás íslensks atvinnulífs og vægi þeirra fer stöðugt vaxandi. Aðrir atvinnuvegir þurfa að byggja meira á aðkomu hinna skapandi greina varðandi þróun á vörum og ímynd."

Grein eftir Hrafnkel Birgisson vöruhönnuð og fyrrverandi formann Samtaka hönnuða. meira
23.9.2010
Hönnunarmórall
23. september 2010

Hönnunarmórall

Grein Guðmundar Odds Magnússonar sem birtist í Viðskiptablaðinu 23. september 2010. meira
10.5.2010
Hönnun og nýsköpun í Finnlandi
10. maí 2010

Hönnun og nýsköpun í Finnlandi

Greinarhöfundar, þau Dennis Davíð Jóhannesson og Hjördís Sigurgísladóttir arkitektar, voru nýlega stödd í Helsinki til þess að kynna sér stöðu hönnunar og nýsköpunar í Finnlandi og hvernig Helsinki hefur tekist að ná þeim árangri að verða valin Hönnunarborg heimsins 2012. Í dag eru hreinar iðnhönnunarvörur 25% af heildarútflutningi Finna og hönnun hefur komið að flestum öðrum útflutningsvörum þeirra  á einn eða annan hátt. meira
21.4.2010
Hönnunarmars
21. apríl 2010

Hönnunarmars

Grein Guðmundar Odds Magnússonar sem birtist í Viðskiptablaðinu fimmtudaginn 25. mars 2010.

„...Hingað kom stórskemmtilegur fyrirlesari á Hönnunarmars, Marcus Fairs, sem sagðist sjá fyrirbærið sem við köllum núna hönnun eða „design“ í þrem tímabilum. Tímabilið fyrir „hönnun“ sem náði alla leið frá upphafi sögunnar fram að iðnbyltingu. Þá má segja að fram að henni hafi verkþættir sjónlista verið á einni hendi, hugmynd, útfærsla og framkvæmd. Markaðstengingin kom seinna. Flestir dútluðu heima hjá sér við sauma og smíðar. Síðan komi hið eiginlega tímabil hönnunar sem hangir saman við iðnað og vélvæðingu framleiðslunnar. Segja má að þá verði verkþættir sjónlista viðskila. Það verði til verkaskipting sem rjúfi í leiðinni skilning á fyrirbærinu. Þetta gerist með iðnbyltingunum í Evrópu á 19. öld en kemur miklu seinna til sögunnar á Íslandi. Líklega fyrst í kringum ullar- og skinniðnað, prentiðnað og síðan í kringum efnagerðir og drykkjaverksmiðjur. Það er svo ekki fyrr en eftir seinni heimstyrjöld að fyrirbærið hönnun kemur til sögunnar hér þ.ar sem hönnun sem þýðir ekki hlutur heldur allur undurbúningurinn sem fer fram við að framleiða hlut í vél. Þá verður til dæmis til íslenskur húsgagnaiðnaðar. Það mátti sjá frábær dæmi um þetta á sýningunni „Reykjavík Rewind“ á Hönnunarmarsi...“ meira
12.4.2010
Opnunarræða iðnaðarráðherra Katrínar Júlíusdóttur í HönnunarMars 2010
12. apríl 2010

Opnunarræða iðnaðarráðherra Katrínar Júlíusdóttur í HönnunarMars 2010

Til hamingju með Hönnunarmars 2010. Ég held við getum öll verið sammála um að þessi fjögurra daga hátíð hönnunar og arkitektúrs er ákaflega vel hönnuð. Hún er farin að skipta miklu máli hér heima og erlendis og virkar bæði sem segull er dregur að og spegill sem endurvarpar í allar áttir. Áreiðanlega er það afgerandi að baki þessum árangri að hönnuðir hafa beitt öllum tækjum í verkfærakistu sinni við undirbúninginn og ekki látið staðar numið við skynræna hönnun og atferlishönnun heldur einnig látið rökræna hönnun, þjónustuhönnun og stefnuhönnun koma við sögu  - svo ég slái um mig með fræðiheitunum... meira
19.11.2008
Hönnun og nýsköpun á krepputímum | Dennis Davíð Jóhannesson
19. nóvember 2008

Hönnun og nýsköpun á krepputímum | Dennis Davíð Jóhannesson

Í upphafi þeirrar kreppu sem nú er að skella á með fullum þunga, bendir margt til þess að íslenskt atvinnulíf standi á krossgötum nýrra leiða og tækifæra ef rétt er á málum haldið.  Hönnun er auðlind sem mikilvægt er að nýta.  Þær iðnvæddu þjóðir sem eru að ná hvað mestum árangri, leggja áherslu á hönnunarþáttinn í nýsköpun og vöruþróun. Erlendar rannsóknir staðfesta að kostnaður við hönnun í samanburði við aðra framleiðsluþætti er tiltölulega lítill, en af einstökum verkþáttum þá er hönnunin sá þáttur sem skilar mestri arðsemi.  Slíkar niðurstöður hljóta að vera áhugaverðar fyrir Íslendinga. meira
12.2.2008
Hönnun hefur góð áhrif á afkomu belgískra fyrirtækja
12. febrúar 2008

Hönnun hefur góð áhrif á afkomu belgískra fyrirtækja

Rannsóknin The economical impact of design on companies in Flanders var gerð af belgísku hönnunarmiðstöðinni Design Flanders. Rannsökuð voru áhrif hönnunar á afkomu framleiðslu- og þjónustu fyrirtækja og borin saman við eldri könnun frá 2003. Hægt er að greina mun á rekstrarafkomu þeirra fyrirtækja sem nota hönnun markvisst og þeirra sem nota ekki hönnun. Einnig er áhugavert að sjá hversu hönnunarhugtakið er að öðlast víðari merkingu. meira
17.1.2008
Hönnun og hlutabréfamarkaðurinn
17. janúar 2008

Hönnun og hlutabréfamarkaðurinn

Bresk rannsókn sem tók yfir 10 ára tímabil og rannsakaði frammistöðu fyrirtækja á hlutabréfamarkaði með tilliti til hönnunar, þykir sanna mikilvægi hönnunar í viðskiptum. meira
28.12.2007
Hönnun
28. desember 2007

Hönnun

Við höfum lagt undir okkur jörðina, við tókum drottinn á orðinu og endurhönnuðum sköpunarverkið. Heimurinn er hráefni sem endar einhvers staðar hannaður á sínum stað, hönnun er sköpunarkraftur og eyðingarafl eins og við sjálf. Við erum umkringd hönnun. Það tekur ár að byggja eitt hús en inni í húsinu eru samanlögð þúsund mannár í hönnun. Stólar, diskar, símar, föt, lyklakippur, rúm og sófar og bíllinn og á hverjum degi koma mannár inn um lúguna. meira
12.12.2007
Málþing um íslenska hönnun á Kjarvalsstöðum á menningarnótt 2007 | Elísabet V. Ingvarsdóttir
12. desember 2007

Málþing um íslenska hönnun á Kjarvalsstöðum á menningarnótt 2007 | Elísabet V. Ingvarsdóttir

Hvert sækja hönnuðir innblástur og hver er sérstaða íslenskrar hönnunar. Hvað gerir íslenska hönnun að íslenskri hönnun? Eru það Geysismyndir og hraunmolar, sauðagæra og selskinn eða eru það þær aðstæður og umhverfi sem hún mótast og sprettur úr? meira
3.12.2007
Fór í MBA nám eftir 16 ár í hönnun - Ólafur Unnar Kristjánsson
03. desember 2007

Fór í MBA nám eftir 16 ár í hönnun - Ólafur Unnar Kristjánsson

Það hefur færst í vöxt að undanförnu að fólk með allskyns menntun og reynslu í farteskinu fari í nám eftir nokkurra ára hlé enda hefur námsframboð aukist gríðarlega á undanförnum árum. Þannig reynir fólk að bæta stöðu sína á vinnumarkaðnum, auk þess sem sumir láta gamlan draum rætast og stofna eigið fyrirtæki. meira
3.12.2007
Auðkenning fyrir enska orðið branding
03. desember 2007

Auðkenning fyrir enska orðið branding

Hvaða íslensku orð á að nota yfir ensku orðin Brand og Branding? Nokkuð hefur vantað uppá að fundin séu góð íslensk orð yfir ensk orð sem notuð eru yfir hugtök í markaðsfræði. meira
4.9.2007
Te & Kaffi og Royal, sterk blanda
04. september 2007

Te & Kaffi og Royal, sterk blanda

Te og kaffi er mjög gott dæmi um fyrirtæki þar sem góð hönnun hefur verið innleidd í markaðsstarfið með frábærum árangri. Það eru ekki nema 3 ár síðan fyrirtækið fór að nota markvisst allskyns hönnun til að styrkja stöðu sína. meira
3.9.2007
Vörumerkið Ísland
03. september 2007

Vörumerkið Ísland

Hvernig er vörumerkið Ísland®? Maður sér það auðvitað best þegar maður er staddur erlendis, víða mætir maður tómlæti, blankó, nafnið þýðir ekkert en annarsstaðar mætir maður nánast fordómum, þá á ég jákvæða fordóma, nánast ofurjákvæða. meira
3.9.2007
Ísland - ímynd í mótun / Sverrir Björnsson
03. september 2007

Ísland - ímynd í mótun / Sverrir Björnsson

Þjóðir eru í vaxandi mæli farnar að nýta sér reynslu og aðferðir fyrirtækja og móta sér ímyndarstefnu til að vinna eftir. Ímyndarstefna hefur þann kost að hún er ópólitísk stefnuyfirlýsing sem allir eiga að geta sameinast um, þó menn greini á um leiðirnar til að ná markmiðum hennar. meira
31.1.2007
Mörkun á finnskri hönnun
31. janúar 2007

Mörkun á finnskri hönnun

Á síðasta ári fékk finnski hönnunarvettvangurinn bresk-finnska hönnunarstofu til að vinna fyrir sig ítarlega "branding" vinnu sem m.a. fólst í því að rannsaka hvar finnsk hönnun væri staðsett í hugum innlendra og erlendra aðila. Hvar tækifærin lægu, hver drauma staðsetningin væri og hvað þyrfti að gera til að komast þangað.  meira