Umfjöllun | Hindranir og tækifæri fatahönnuða á Íslandi



Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 10. okóber 2013 er fjallað um fatahönnunargeirann á Íslandi. Þar má finna áhugaverð viðtöl við Hugrúnu í KronKron, Laufeyu Jónsdóttur, formann Fatahönnunarfélags Íslands og Elínrósu Líndal.

Þar segir Laufey Jónsdóttir fatahönnuður og formaður fatahönnunarfélag Íslands um stöðu fatahönnunar og hönnunar almennt á Íslands m.a.:


„Eitt skýrasta dæmið um jákvæða þróun hönnunarsamfélagsins er stofnun Hönnnunarmiðstövar þar sem níu fagfélög leggjast saman á árar við að auka veg íslenskrar hönnunar og stuðla að þverfaglegu samstarfi á milli greina.“

„Umhverfi hönnuða hefur ekki vaxið með sama hraða og hönnuðirnir sjálfir og t.d. komið upp tilvik þar sem ríkisstofnanir og reglugerðir hafa orðið hindrun frekar en hjálp. Þar hefur Hönnunarmiðstöðoin reynst vinna ómentlegt sarf við að knýja breytinar og úrbætur í gegn í samstarfi við stjórnv-ld með markvissum hætti og útbjó stöðin m.a. vandaða skýrslu, Hönnunarstefnu Íslands, um áskoranirnar, tækifærin framundan og tillögur að úrbótum.“

„…talað er um að það það taki 2-4 ár fyrir merki að samna sig á markaði áður en hægt er að taka skrefið frá smáfyrirtæki upp í stóran og alþjóðlegan rekstur. Markið verði helst að setja á erlendan markað því heimamarkaðurinn er of smár til að geta með góðu móti borið fyrirtæki af þessum toga. „ Því er Hönnunarsjóðurinn sem tók til starfa nýverið alveg gríðarlega mikilvægur. Hann leggur áherslu á að efla þekkingu og atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar. Sjóðurinn er með sérstakan ferðastyrk sem stuðlar að því að efla kynningar- og markaðsstarf erlendis og aukinn útflutning íslenskrar hönnunar.“

Elínrós Líndal stofnaði tískufyrirtækið ELLA fyrir tveimur árum síðan og talar um markmið og hindranir fyrirtækisins. þar segir hún m.a.:

„Við eru að reyna að komast á það stig að verða millistór fyrirtæki sem í mínum bíkum þýðir árlega veltu upp á 500 milljónir, og gera það með innanlandsmarkaði eingöngu. Þetta gæti hljómað sem stór tala en aðeins eitt prósent af heildarveltu tískugeirans á Íslandi væri 200 milljónir. Þarf því ekki stóran skerf af markaðinum til að ná þessu takmarki.“

Hugrún Dögg Árnadóttir, fathönnuður stofnaði Kron ehf. ásamt eigimanni sínum Magna árið 2000. Hún talar m.a. um sókn fyrirtækisins utan landsteinanna:


„Heimskreppnan virðst ætla að verða óttalega löng og eins og allir séu svolítið að þjást í dag. En sem betur fer eru undantekningar eins og Asíumarkaður þar sem við sjáum mikla möguleika fyrir vöruna okkar og tilfinningin þar er sú að við séum rétt að byrja. Eins er Rússland að bætast vel við hjá okkur sem er mjög spennandi enda ofboðslega stór markaður. Einn af okkar styrkleikum er að við virðumst eiga svo fjölbreyttan og breiðan kúnnahóp, og svo gaman að sjá að dreyfingin er á hinum ólíklegustu stöðum, t.d. gengur okkur mjög vel í Kúveit, eins vorum við að selja í Nígeríu af öllum stöðum og erum alltaf að bæta við okkur í USA“