-
Arkitektafélag Íslands og Félag íslenskra landslagsarkitekta standa saman að útgáfu Arkitektúrs, tímariti um umhverfishönnun á Íslandi.
Í nýútkomnu tölublaði Arkitektúrs er komið víða við. Skyggnst er inn í almenningsrými Reykjavíkur þar sem sjónum er bæði beint að byggingum og rýminu þar á milli. Jafnframt er sjónum beint að tveimur nýjum en ólíkum byggingum sem risið hafa í miðborg Reykjavíkur, Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu og nýbyggingum á „Brunareit“ við Lækjartorg.
Blaðið má nálgast á vefsölu Arkitektafélagsins,
hér.