Íslenskri hönnun gerð prýðileg skil í finnsku hönnunartímariti



Út var að koma nýasta tölublað Glorian Koti í Finlandi en það er eitt helsta heimilis- og innréttingablað landsins. Í blaðinu er stór umfjöllun um HönnunarMars og íslenska hönnun en ritstjóri blaðsins, Kari-Otso Nevaluoma var hér á landi í boði Hönnunarmiðstöðvar meðan á hátíðinni stóð.

Fyrirsögn geinarinnar er „Kalt land, heit hönun“ (Cold land, hot design) og undirfyrirsgögnin „Íslensk samtímahönnun kemur á óvart, er fersk og verður áhugaverði með hverju árinu.“

Í greinnin kemur fram að Kari-Otso Nevaluoma hafi sérstaklega tekið eftir NotKnot frá Umemi, Súkkulaðiborðum Önnu Þórunnar og Lóshyrningum Tinnu Gunnarsdóttir sem hann segir eitt það allra áhugaverðasta í dag. Þá veitti hann sérstaka athygli skartgripum Aurum sem hann segir draum þeirra sem kunna að meta fallega hluti.

Það kom Sari Peltonen, sem sér um samskipti HönnunarMars við erlenda blaðamenn á óvart hversu ýtarleg umfjöllunin var: „Það vekur athygli hversu umfangsmikil umfjöllun Glorian Koti er um, ekki bara um HönnunarMars heldur einnig um íslenska hönnun, ekki síst tísku ásamst því að vekja atygli á Reykjavík sem áfangastaðar fyrir áhugafólk um hönnun. Eðli málsins samkvæmt get ég ímyndað mér að greinin eigi eftir að vekja mikla athygli og um leið renna styrkari stoðum undir sókn íslenskrar hönnunar í Finnlandi þar sem Hönnunarmiðstöð hefur á undanförnum misserum lagt töluvert undir í kynningu. Þar ber helst að nefna þátttöku íslendinga í hönnunarvikunum í Helsinki og Rovaniemi ásamt því að taka þátt í World Design Capital Helsinki 2012 verkefninu með margvíslegum hætti. Þá var HönnunarMars sérstakur gervitunglaviðburður hönnunarársins 2012 í Helsinki.“ Þess má geta að Sari er frá Finnlandi.

Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars er að vonum ánægður með greinina: „Við hittum Kari-Otso á hönnunarvikunni í Helsinki, meðal annars fyrir tilstuðlan sendiherra Íslands þar í landi. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á hátíðinni sjálfri og auðvitað íslenskri hönnun almennt í Finnlandi og annað árið í röð verða núna seldir sérstakir HönnunarMars pakkar með Icelandair á hátíðina frá Helsinki.“

Hér á neðan má sjá myndir af opnunum þremur um íslenska hönnun sem birtust í Glorian Koti.