Hönnun hefur góð áhrif á afkomu belgískra fyrirtækja

Rannsóknin The economical impact of design on companies in Flanders var gerð af belgísku hönnunarmiðstöðinni Design Flanders. Rannsökuð voru áhrif hönnunar á afkomu framleiðslu- og þjónustu fyrirtækja og borin saman við eldri könnun frá 2003. Hægt er að greina mun á rekstrarafkomu þeirra fyrirtækja sem nota hönnun markvisst og þeirra sem nota ekki hönnun. Einnig er áhugavert að sjá hversu hönnunarhugtakið er að öðlast víðari merkingu.

Design flanders forsida

> Skoða rannsókn