Útgáfa | Arkitektúr



AÍ og FÍLA standa saman að útgáfu Arkitektúrs, tímariti um umhverfishönnun á Íslandi.

Úr leiðara blaðsins:
“Í þessu tölublaði Arkitektúrs er sjónum beint að ferðamannastöðum á Íslandi. Í aðsendum greinum er einkum litið á aðbúnað og aðstöðu til að taka á móti fólki en eins og þar má sjá er margt sem má færa til betri vegar. Draga má lærdóm af því sem miður fer en þó er jafn lærdómsríkt að lesa um verkefni sem hafa heppnast vel. Þar er ánægjulegt að sjá nýleg dæmi, jafnt sem eldri, um ferðamannastaði þar sem vel hefur tekist til. Þar sem hugað hefur verið að heildarmyndinni um leið og fagleg vinnubrögð eru í fyrirrúmi hefur víða tekist listavel að tengja hið manngerða við fallega náttúru landsins.”

Hægt er að kaupa blaðið í næsta Eymundsson/Pennanum, Bóksölu Stútenta og Hönnunarsafninu, eða hafa samband við skrifstofu AÍ ai@ai.is.