28. desember 2007
Við höfum lagt undir okkur jörðina, við tókum drottinn á orðinu og
endurhönnuðum sköpunarverkið. Heimurinn er hráefni sem endar einhvers
staðar hannaður á sínum stað, hönnun er sköpunarkraftur og eyðingarafl
eins og við sjálf. Við erum umkringd hönnun. Það tekur ár að byggja eitt hús en inni í
húsinu eru samanlögð þúsund mannár í hönnun. Stólar, diskar, símar,
föt, lyklakippur, rúm og sófar og bíllinn og á hverjum degi koma mannár
inn um lúguna.
meira