28.6.2016

Hugmyndasamkeppni um vistvænni skip


Eldar Light eftir Mörtu Sif / Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Íslenski sjávarklasinn, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Íslensk nýorka efna til samkeppni til að stuðla að auknum áhuga á umhverfisvænum lausnum og nýsköpun í tengslum við orkunotkun, skipatækni, veiðarfæri og annan tækni- og hugbúnað um borð í skipum.

Markmiðið með samkeppninni er að leita að hugmyndum um hvernig draga megi úr umhverfisáhrifum skipaútgerðar.

Ekki er nauðsynlegt að skila inn nákvæmum teikningum eða útfærslum – heldur er fyrst og fremst kallað eftir nýjum hugmyndum um það hvernig hægt er að gera skip vistvænni.

Vegleg verðlaun verða veitt þeim tveimur hugmyndum sem þykja skara framúr. Fyrstu verðlaun eru 1,5 m.kr. og 2. Verðlaun eru 500 þús.

Skilafrestur er til 1. september 2016.

Nánari upplýsingar hér.