8.4.2016

Kynningarfundur vegna hugmyndasamkeppniGarðabær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni/einkenni til að marka aðkomu að bænum. Í tilefni af því er boðið upp á kynningarfund um Garðabæ í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1, þann 13. apríl n.k.

Dagskrá

kl. 16:15 | Mæting við Hönnunarsafn Íslands á Garðatorgi
kl. 16:30 | Lagt af stað í rútuferð um Garðabæ. Leiðsögumenn Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri og Erla Bil Bjarnardóttir umhverfisstjóri
kl. 17:30 | Móttaka í Hönnunarsafni Íslands þar sem hægt er að ræða við forsvarsmenn keppninnar
kl. 18:30 | Dagskrá lýkur

Skráning í kynningarferð fer fram með því að senda póst á samkeppni@honnunarmidstod.is fyrir kl. 12:00 þann 11. apríl.

Samkeppnin er opin menntuðum hönnuðum, arkitektum og myndlistarmönnum. Skilafrestur tillagna er til 23. júní 2016. Verðlaunafé er 2.000.000 kr.

Smelltu hér til að lesa nánar um samkeppnina.