13.6.2016

Skilafrestur í samkeppni um aðkomutákn fyrir Garðabæ
Garðabær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands kynnti samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni / einkenni sem ætlað er að vekja athygli á Garðabæ og marka það svæði sem honum tilheyrir.
Lesa nánar um samkeppnina hér.
Nú er komið að skilum en frestur til að senda inn tillögu er til kl.12:00, fimmtudaginn 23. júní 2016. Tillögum skal skila í lokuðu umslagi merktu dulnefni í Hönnunarmiðstöð Íslands, fyrir kl. 12:00, fimmtudaginn 23. júní 2016.

Í umslaginu skal vera annað lokað umslag merkt dulnefni en inni í því þarf rétt nafn hönnuðar, heimilisfang og sími að koma fram. Tillögum skal skila útprentuðum á A3 blaði í lit (hámark 2 síður). Tillögur á pdf skjölum skulu einnig fylgja.

Ef módel eða skúlptúr fylgir skal það vera innpakkað og merkt tillögunni.


Athugið!

Við vekjum sérstaka athygli á að skrifstofa Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur flutt úr Vonarstræti 4b og því skal tillögum skilað í núverandi húsakynni miðstöðvarinnar sem eru í Þverholti 11, 101 Reykjavík.


Úrslit samkeppninnar verða tilkynnt í byrjun september 2016. Samkeppnin er opin menntuðum hönnuðum, arkitektum og myndlistarmönnum, en fyrstu verðlaun eru samtals 2.000.000 króna.


Spurningar sem bárust inn í keppninaAðeins barst ein spurning inn til keppnisritara, hún var eftirfarandi:

„Þetta nýja aðkomutákn er það í staðinn fyrir bæjartákn? Sem sagt kemur það í staðinn fyrir þetta tákn eða er ætlunin að nota tvö?“

Svar:

„Aðkomutákninu er ekki ætlað að koma í stað skjaldarmerkis Garðabæjar.
Aðkomutákn er þrívítt verk af einhverju tagi sem staðsett er á mörkum sveitarfélags. Það má - en þarf ekki - vera með texta.
Engar fyrirfram gefnar hugmyndir eru um tilvísanir sem aðkomutáknið þarf að fanga.“

Allar upplýsingar um samkeppnina má finna hér.