4.11.2015

Svör við fyrirspurnum vegna samkeppni á vegum Grafíu



Hér má finna svör við þeim fyrirspurnum sem hafa borist á samkeppni@honnunarmidstod.is, vegna samkeppni um hönnun á nýju einkennismerki fyrir Grafíu, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum. Hægt var að senda fyrirspurnir fyrir 29. október, en nú er sá frestur liðinn.

Fyrirspurn 1: Eru teymi leyfð? Mega nokkrir skila inn sömu tillögu?
Svar: já, teymi eru leyfð og engin takmörk á því hve margir eru í hópi.

Fyrirspurn 2: Má sama manneskjan skila inn nokkrum tillögum?
Svar: Já, sama manneskjan má skila inn nokkrum tillögum. Þær mega gjarnan allar vera í sama umslaginu - og með sama dulnefni.

Fyrirspurn 3: Fyrir rafrænu skilin, eru minnislyklar heppilegastir?
Svar: Rafrænu skilin geta bæði verið á diskum eða minnislyklum.
- Einnig er hægt að senda pdf á netfangið samkeppni@honnunarmidstod.is (ath. að það mun enginn skoða rafrænar innsendingar fyrr en eftir að úrslit liggja fyrir, þannig að þeir sem senda tölvupóst gera það á eigin ábyrgð).

Fyrirspurn 4: Eru einhver skilyrði til hönnuða? Menntun, starf o.s.frv.
Svar: Samkeppnin er öllum opin og ekki gerð nein krafa um ákveðna menntun.

Smelltu hér til að lesa nánar um samkeppnina.