16.10.2014

Svör við fyrirspurnum vegna samkeppni um jafnlaunamerki



Hér má finna svör við þeim fyrirspurnum sem hafa borist á samkeppni@honnunarmidstod.is, vegna samkeppni um hönnun á nýju jafnlaunamerki. Hægt var að senda fyrirspurnir fyrir 14. október, en nú er sá frestur liðinn.


Fyrirspurn 1: Varðandi Jafnlaunamerkið þá er ekki alveg á hreinu í pósti á hönnunarmiðstöð hver titillinn á að vera. Er það Jafnlaunastaðall eða er það Jafnlaunastaðalinn ÍST 85:2012 ?
Svar: Textinn „jafnlaunamerki“ þarf ekki að fylgja merkinu - eða vera partur af því - en gera þarf ráð fyrir að slíkum texta verði bætt við, og þá á mismunandi tungumálum.

Fyrirspurn 2: Hvaða nafn eða texti skal standa með merkinu, ef þá nokkur?
Svar: Sjá svar við spurningu eitt.

Fyrirspurn 3: Er ekki ætlast til að logoið sé stutt letruðum upplýsingum, þ.e. nafni?
Svar: Sjá svar við spurningu eitt.

Samkeppnin er opin öllum en veitt verða ein verðlaun að upphæð 1.000.000 kr. fyrir bestu tillöguna. Nánari upplýsingar um keppnina má finna hér.