Vöruhönnun, skartgripahönnun og keramik

Landnám Attakatta

Grettisgata 4 | 24.-27.03 | 11:00-18:00 | Opnunarhóf verður haldið miðvikudagskvöldið 23. mars frá klukkan 18.



Bára Kristgeirsdóttir, Hanna Jónsdóttir, Lilja Kjerúlf, Ninna Margrét Þórarinsdóttir og Rúna Thors ríða á vaðið undir nafninu Attikatti. Þær hafa numið land að Grettisgötu 4 og berjast þar um / við gesti og gangandi. Sett verða á svið(akjamma) hæna, skiptinemi, sverð og fleira svona landnáms-, eins og til dæmis skjöldur og maður höggvinn í herðar niður. Stúlkurnar munu stíga í vænginn við landnámshænur sem vafalaust á eftir að enda með heljarinnar átökum og fjaðrafoki. Nánar á www.attikatti.com.

Nánari upplýsingar veitir Bára Ösp Kristgeirsdóttir kristgeirsdottir@gmail.com
















Vöru- og iðnhönnun



Dagskrá