Vöruhönnun, skartgripahönnun og keramik

Ljós í myrkri

Toppstöðin
Rafstöðvarvegur 4, Elliðaárdalur
25.03 | 12:00–18:00
26.03 | 12:00–17:00




Toppstöðin, orkuver hugvits og verkþekkingar, er til húsa í gömlu rafstöðvarbyggingunni í Elliðaárdal. Þar hafa aðstöðu frumkvöðlar, hönnuðir og iðnaðarmenn og deila reynslu sinni og þekkingu við þróun nýsköpunarverkefna af fjölbreyttum toga. Má þar nefna leikföng, lampa, fatnað, værðarvoðir, farartækjahönnun, þróun og smíði rafmagnsbíla, ördagskrárgerð og vefsíðuþróun. Á HönnunarMarsi mun „Toppfólkið“ standa fyrir innsetningum í húsinu og býðst almenningi að kynna sér hönnun þess og hugmyndir. Kaffi og með því verður á boðstólum báða dagana.
Opnunarhóf Toppstöðvarinnar fer fram föstudaginn 25. mars klukkan 16. Léttar veitingar verða í boði.

Á meðal viðburða eru:

Ljós í myrkri - Sigga Heimis sýnir heimsþekkta hönnun sína þar sem hún blandar saman ljósmyndun og lampahönnun og gerir tilraunir með íslenskt hráefni. Vala Matt sýnir hvernig hægt er að nota hversdagslega hluti á skemmtilegan hátt við lampahönnun.

Lúka Art & Design - Fatnaður, prjónaefni, skart og tískuljósmyndir.

Vala Magg - Ólátagarður, vöruþróun fyrir barna- og leikherbergi.

Puzzled by Iceland – Púslað með náttúru Íslands. Gestir fá að spreyta sig.

Anna María Sigurjóns – Heimsþekkt húsgagnahönnun við óvenjulegar aðstæður. Ljósmyndasýning.

Ari Arnórs - Hvernig vilt ÞÚ hafa Strætó? Nokkrar hugmyndir munu hanga uppi á vegg til að koma gestum af stað, sem svo geta komið sínum hugmyndum á framfæri og hengt á „Framtíðarstrætóvegginn“.

Toppstöðin,
toppstodin@gmail.com
















Vöru- og iðnhönnun



Dagskrá