Vöruhönnun, skartgripahönnun og keramik

Drífa

Aurum Bankastræti 4 | 24.-25.03 10:00–18:00 | 26.03 11:00-17:00 | 27.03 13:00-17:00



Drífa er nýjasta skartgripalína Aurum, hönnuð og smíðuð af Guðbjörgu Ingvarsdóttur. Eins og oft áður sækir Guðbjörg innblástur í íslenska náttúru; formið í skartgripalínunni er sótt í snjókornið og birtingarmynd þess í náttúrunni. Í Drífu er kornunum raðað saman á mismunandi hátt þannig að út komi sjálfstæðar heildir í formi skartgripa. Eitt og sér er kornið fullkomlega lagað og viðkvæmt en þegar mörg safnast saman búa þau yfir mögnuðum krafti.

Aurum
















Vöru- og iðnhönnun



Dagskrá