IKEA
Kauptún 4
Dagana 22. - 28. mars verður sýning í anddyri IKEA á frumgerðum sextíu hönnuða sem sýna hugmyndir sínar og útfærslur á borðinu LACK sem þeir unnu á námsstefnu með
Siggu Heimis iðnhönnuði. Borðinu var m.a. breytt í tösku, sleða og leikhús.
En þessi tilraunavinna sýnir mikið hugmyndflug og grósku.
Um er að ræða samstarfsverkefni fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, IKEA og Hönnunarsafns Íslands.
Kennari námsstefnunnar var Sigga Heimis einn af aðalhönnuðum IKEA á þessum áratug sem er að líða.
Á sýningunni má sjá hluta þeirra verka sem unnin voru á þessari námsstefnu.