Vöruhönnun, skartgripahönnun og keramik

Bollar í blóma

Aurum Bankastræti 4 | 24.-25.03 10:00–18:00 | 26.03 11:00-17:00 | 27.03 13:00-17:00

Aurum býður þér í teboð. Gæddu þér á ljúffengu tei úr nýja Aurum bollastellinu. Guðbjörg Ingvarsdóttir hönnuður og gullsmiður Aurum hefur hingað til einbeitt sér að hönnun skartgripa en hefur nú í samstarfi við finnska hönnunarteymið Elinno þróað borðbúnað úr hágæða postulíni. Í skartgripalínum Aurum er víða að finna vísanir í náttúruna og við hönnun borðbúnaðarins valdi Guðbjörg að vinna með tvær einkennandi línur Aurum; Heklu og Dögg. Við samstarf hönnuðanna voru gæði og tímaleysi höfð að leiðarljósi og er hugmyndin sú að borðbúnaðurinn eigi sér langa ævi og gangi kynslóða á milli. Opnunarteboð Aurum verður haldið fimmtudaginn 24. mars á milli 16 og 18 og eru allir velkomnir.

AURUM
http://www.aurum.is/is
helga@aurum.is
















Vöru- og iðnhönnun



Dagskrá