Vöruhönnun, skartgripahönnun og keramik

Gibbagibb

Á skörinni Aðalstræti 10 | 24.-25.03 9:00-18:00 | 26.03 11:00-17:00 | 27.03 12:00-17:00

Hulda Eðvaldsdóttir sótti veturlangt námskeið í hönnun á vegum Þekkingarnets Austurlands og Þorpsins – skapandi samfélags á Egilsstöðum, og var afraksturinn snagar úr lambahornum. Hugmyndina fékk Hulda frá langafa sínum, Jóni Stefánssyni í Möðrudal, en hann bjó til snaga og ýmsa aðra nytjahluti úr hornum sem hún heillaðist mjög af. Hún ákvað að þróa hugmyndina að snögunum eftir eigin höfði og útkoman varð Gibbagibb-snagar.

HANDVERK OG HÖNNUN (Fjóla Guðmundsdóttir)
http://www.handverkoghonnun.is/
fjola@handverkoghonnun.is
















Vöru- og iðnhönnun



Dagskrá