Vöruhönnun, skartgripahönnun og keramik

Kjammi og kók

Norræna húsið Sturlugata 5 | 24.-27.03 | 12:00-17:00

Leirlistafélag Íslands opnar sýningu í Norræna húsinu undir yfirskriftinni Íslensk matargerð í íláti. Tólf félagsmenn velta fyrir sér formum og hugmyndum um íslenskan mat sem og hefðir Íslendinga tengdar mat, svo sem verkfæri og ílát sem notast hefur verið við í gegnum tíðina. Ílátin eru ætluð utan um mat eða drykk og geymir sýningarskrá uppskriftir hönnuðanna sjálfra að þeim rétti sem hverju þeirra er ætlað. Sýningarskráin er þannig í senn matreiðslubók og kynning á hönnuðinum og er ætlað að að vera uppspretta endalausra hugmynda að góðum mat og drykk.

Þátttakendur eru: Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Árdís Olgeirsdóttir, Dóra Árnadóttir, Bjarni Viðar Sigurðsson, Bjarni Sigurðsson, Guðný Hafsteinsdóttir, Guðrún Indriðadóttir, Hrefna Harðardóttir, Halla Ásgeirsdóttir, Inga Elín Kristinsdóttir, Kolbrún Sigurðardóttir, Kristbjörg Guðmundsóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Ragnheiður Ágústsdóttir og Sigríður Helga Olgeirsdóttir.

Leirlistafélag Íslands kolsi@hive.is


















Vöru- og iðnhönnun



Dagskrá