Vöruhönnun, skartgripahönnun og keramik

Pétur B. Lúthersson

Ármúli 19 | 24.-26.03 | 10:00-18:00 | 27.03 12.00-14.00

Í tengslum við HönnunarMars 2011 verður kynning á nýrri hönnun Péturs B. Lútherssonar húsgagnaarkitekts í verslun GÁ húsgagna að Ármúla 19 í Reykjavík. Húsgögnin eru árangur samstarfs Péturs og GÁ húsgagna sem staðið hefur í tæpt ár og er um að ræða sófa og stóla fyrir heimili og stofnanir. Ennfremur verður til sýnis ný hönnun Péturs á húsgögnum fyrir Trésmiðju GKS ehf og Stáliðjuna ehf.

Á sýningunni verður nýr hægingastóll, MÁNI, en hann fæst með og án hnakkapúða og arma. Stóllinn er á stálgrind með mjúkri bólstrun. Hann er fáanlegur í leðri eða með tauáklæði. Sófasettið MARÍNA er ætlað heimilum jafnt sem stofnunum; nett sófasett sem býður upp á marga nýtingarmöguleika.

Vantar tengilið
















Vöru- og iðnhönnun



Dagskrá