Vöruhönnun, skartgripahönnun og keramik

CUT_FISH

Fiskbúðin Freyjugata 1
25.03
17:00-19:00



CUT_FISH er afrakstur samstarfs hönnuðanna Fanneyjar Long og Hrafnkels Birgissonar við fyrirtækið Fást ehf. Hugmyndin rekur uppruna sinn til verkefnis við Listaháskóla Íslands þar sem hönnuðir og framleiðslufyrirtæki í nágrenni við skólann voru leidd saman. Markmiðið var að til yrðu hugmyndir að upprunatengdum og framleiðsluvænum nytjahlutum. CUT_FISH eru skurðarbretti, framleidd úr PE-HD sem er auðþrífanlegt, matvælavænt og endurvinnanlegt plastefni sem er mikið notað í fiskvinnslu meðal annars á Íslandi. Hönnun brettanna byggir á þeirri tækni sem Fást ehf. hefur yfir að ráða og vísar til algengra fiskitegunda sem lifa í íslensku fersk- og saltvatni.

Hrafnkell Birgisson
Fanney Long
















Vöru- og iðnhönnun



Dagskrá