HÖNNUNARMARS 2009 | OPIN HÚS



23. mars 2009

100 % ÍSLENSKT | HRÁEFNI | FRAMLEIÐSLA

26.03 kl.11:00 - 19:00 | 27.03 kl.11:00 -18:00 | 28.03 kl. 12:00 - 16:00 | Bólstrarinn, Langholtsvegi 82, 104 Reykjavík

BRYNDÍS BOLLADÓTTIR TEXTÍLHÖNNUÐUR kynnir samtarfsverkefni sem hún hefur unnið með ullarvinnslunni Frú Láru á Seyðisfirði. Opnunarpartý fimmtudaginn 26. mars milli kl.17:00 - 19:00. meira
19. mars 2009

Argentína með hönnun Ingu Elínar

26.07 | 27.03 | 28.03 | 29.03 kl.18:00 - 24:00 | Barónstígur 11a, 101 Reykjavík

Hönnun Ingu Elínar á Argentínu. .
25. mars 2009

Audi sýningarsalur og móttakan í Hekluhúsinu

26.03 kl.14:00 - 15:00 | Laugavegur 172-174, 105 Reykjavík
Guðrún Atladóttir Innanhússarkitekt skipulagði sýningarsalinn með hönnun frá Audi að leiðarljósi. Guðrún hannaði einnig miðrými Hekluhússins. Miðrýmið skilur að Volkswagen og Audi salinn, en sameinar og þjónar öllu húsinu. meira
20. mars 2009

Á Guðmundsson

26.07 kl.9:00 - 18:00 | 27.03 kl.9:00 - 19:00| 28.03 kl.11:00 - 16:00 | Bæjarlind 8-10, 201 Kópavogur

27.03 kl.16:00 - 19:00: Nýjungar í húsgagnahönnun: Erla Sólveig Óskarsdóttir kynnir ný skólahúsgögn ásamt nýjum funda- og viðskiptamannastólum. GoForm, hönnuðir Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson kynna nýjar skrifstofuhúsgagnalínur.

Nánari upplýsingar í síma 840 47 74 .
18. mars 2009

BYR afgreiðslusalur

27.03 kl.14:30 - 15:00 | Borgartún 18, 105 Reykjavík

Innrétting og skipulag í höfuðstöðvum BYRS, hönnuður verður á staðnum á neðangreindum tíma. meira
19. mars 2009

Casa | Flæði

26.07 kl.13:00 - 18:00 | 27.03 kl.13:00 - 18:00 | 28.03 kl.13:00 - 16:00 | 29.03 kl.13:00 - 16:00| Skeifan 8, 108 Reykjavík

Flæði | Nýjar vegghillur fyrir geisladiska, hljóð og mynddiska. Hillur sem flæða frjálst um veggi, allt að eigin vali. Hönnun: Hallur Kristvinsson innanhússarkitekt og byggingafræðingur. Kynning á staðnum. .
19. mars 2009

Ekki er allt sem sýnist

27.03 kl.12:00 - 14:00 | 28.03 kl.13:00 - 16:00 | Casa, Skeifunni 8, 108 Reykjavík

Kynning á hönnun á útstillingarveggjum fyrir smávörur í Casa þar sem leyst er þörfin fyrir lager við hendina og fallega útstillingu. Hönnun: Emma Axelsdóttir Fhi. Útstillt verður í tengslum við HönnunarMars íslenskri hönnun frá Leirlistafélagi Íslands. meira
20. mars 2009

Ellingsen

28.03 kl.14:00 - 15:00 | Fiskislóð 1, 101 Reykjavík

Ellingsen  flutti á Fiskislóð í maí 2006 og er til húsa í 2050 fm húsnæði sem Arkís hannaði utan um starfsemi þess. Guðrún Atladóttir innanhússarkitekt fhi. sá um skipulag, efnisval og hönnun innandyra sem miðast öll að því að styrkja umgerðina í kringum verslunina. .
19. mars 2009

Elsti skóli í Kópavogi

27.03 kl.14:00 - 15:00 | Við Digranesveg, 200 Kópavogi

Kópavogsskóli | Starfsmannaðstaða opnuð með leiðsögn Guðrúnar Atladóttir innanhússhönnuðar. Um morguninn verður Guðrún með erindi fyrir nemendur um starf sitt sem hönnuður sem endar á því að farið verður upp í starfsmannaaðstöðuna og hugmyndin á bakvið skipulagningu og hönnun rýmisins kynnt. Öllum verður frjálst að mæta á þá kynningu. meira
19. mars 2009

Grand Spa á Grand Hótel

28.03 | 29.03 kl.12:00 - 15:00 | Sigtún 38, 105 Reykjavík

Rut Káradóttir innanhússarkitekt sýnir gestum staðinn. .
18. mars 2009

Heildarhönnun Þjónustustöðvar N1

27.03 kl. 11:00 - 11:30 | Hringbraut 12, 101 Reykjavík

Þjónustustöð N1, heildarhönnun stöðvarinnar, skipulag og innréttingar meira
19. mars 2009

Hótel Arnarhvoll

28.03 kl. 13:00 - 14:00 | Ingólfsstræti 1, 101 Reykjavík

Bygging frá 1933 hönnuð af Guðjóni Samúelssyni endurhönnuð sem hótel af Vaarkitektum.
.
19. mars 2009

Hótel Borg | Eitt af kennileitum Reykjavíkur

28.03 kl. 15:00 - 16:00 | Pósthússtræti 9-11, 101 Reykjavík

Hönnuðir munu leiða gesti um vistaverur hótelsins. Hótel Borg (1930) var hannað í Art Deco stíl af Guðjóni Samúelssyni húsameistara rikisins. Á árunum 2006 – 2008 var hótelið stækkað og allt endurnýjað í upprunalegum stíl. Um hönnunina sáu +Arkitektar. Páll Hjaltason Arkitekt fai og Helga Gunnarsdóttir Innnanhússarkitekt fhi. meira
19. mars 2009

Hönnunardeild Listaháskóla Íslands

26.03 kl.13:00 - 16:00 | Skipholti 1, 105 Reykjavík

Opið hús fyrir alla sem áhuga hafa á vannýttri auðlind í íslensku samfélagi. Hönnun er í vissum skilningi óáþreifanleg, en er örugglega ótæmandi og sjálfbær. Okkur langar til að opna dyr hönnunardeildar Listaháskólans til að sýna öllum sem áhuga hafa á, að skoða möguleika hönnunar og arkitektúrs til hagsældar fyrir íslenskt samfélag. Þar geta gestir séð hvernig hönnun og arkitektúr samþætta viðskipti og menningu, og kynnst framsækinni hönnun og nýsköpun. Nemendur deildarinnar munu setja fram frumlegar og áhugaverðar tillögur hinna ýmsu verkefna sem þeir hafa tekist á hendur s.l. misseri.

Nánari upplýsingar í síma 840 47 75 .
18. mars 2009

Innréttingar og skipulag Kaffitárs

28.03 kl.16:00 - 16:30 | Höfðatorg, Borgartúni 8, 105 Reykjavík

Kaffihús Kaffitárs. Hönnuðirnir Júlía Andersen og Þuríður Helga Jónasdóttir kynna innréttingar og skipulag kaffihússins.
meira
18. mars 2009

JS Watch co.

27.03 kl.14:00 - 18:00 | Laugavegi 62, 101 Reykjavík

JS Watch co. sýna samsetningu og fleira á þessu eina íslenska úra merki. .
19. mars 2009

Kynning á virkum hráefnum Blue Lagoon

27.03 kl.18:00 - 20:00 | Laugvegur 15, 101 Reykjavík

Kynning á virkum efnum Blue Lagoon jarðsjávarins, kísil, þörungum og söltum. Sýnishorn verður af virku efnunum auk þess sem farið verður yfir framleiðsluferlið á Blue Lagoon húðvörunum. Einnig verða léttar handameðferðir í boði. meira
18. mars 2009

Lifandi Listhús

26.03 | 27.03 | 28.03 | 29.03 kl.10:00 - 18:00 | Engjateigur 17-19, 105 Reykjavík

Verslanir og veitingastaðurinn Gló taka höndum saman og skapa skemmtilega stemningu ásamt gestahönnuðum og listamönnum.
.
18. mars 2009

Meðvituð um tískuna | Ráðstefna um sjálfbærni og tískuiðnaðinn

24. mars kl.9:30 - 12:30 í Norræna húsinu

Tíska snýst ekki einungis um ytra útlit og verðmiða. Tískuiðnaðurinn er einn mengaðasti iðnaður í heiminum í dag. Hönnuðir og framleiðendur þurfa því að horfast í augu við samfélagslega ábyrgð sína í framleiðsluferlinu. Svo tískuhönnun geti talist sjálfbær þarf að taka tillit til margra þátta s.s. sanngjarnra viðskiptahátta, lífræns fatnaðar, og dýraverndar. meira
19. mars 2009

Nýjar leiðir í hönnun bankaútibúa Spron

27.03 kl.13:30 - 14:30 | Skólavörðustígur 11, 101 Reykjavík

Hönnuðirnir Dóra Hansen og Heiða Elín Jóhannsdóttir verða með leiðsögn .
19. mars 2009

Nýtt Reykjavíkur Apótek

27.03 kl. 14:00 - 18:00 | 28.03 kl.12:00 - 14:00 | Seljavegur 2, 101 Reykjavík

Hönnun á nýju apóteki kynnt ásamt ýmsum uppákomum í kynningum á íslenskum vörum. Hönnun: Emma Axelsdóttir innanhússarkitekt Fhi. meira
19. mars 2009

Opnar teiknistofur | Arkís

27.03 | 28.03 | 29.03 kl.12:00 - 18:00 | Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Opið hús verður hjá Teiknistofunni ARKÍS undir heitinu Vistvæn hönnun. Þar verður boðið upp á sýningu tengdri efninu ásamt fleiru. .
19. mars 2009

Opnar teiknistofur | Goggurinn

28.03 kl. 11:00 - 14:00 | Laugavegur 26, 3. hæð gengið inn frá Grettisgötu, 101 Reykjavík

HJARTA REYKJAVÍKUR - BORGARBRAGUR
MENNINGARARFUR - FALDIR FJÁRSJÓÐIR
DUFTGARÐUR SÓLLANDI

Fimm fyrirtæki undir einu þaki - arkitektúr, skipulag,
innanhússarkitektúr, landslagsarkitektúr og grafísk hönnun

EITT A INNANHÚSSARKITEKTAR
H2 HÖNNUN GRAFÍSKIR HÖNNUÐIR
KANON ARKITEKTAR
MFF EHF LANDSLAGSARKITEKTAR
TEIKNISTOFAN TRÖÐ meira
19. mars 2009

Opnar teiknistofur | Módelsmiðjan

27.03 kl.10:00 - 22:00 | 28.03 kl.13:00 - 18:00 | 29.03 kl.13:00 - 18:00 | Borgartúni 6, 105 Reykjavík

VA arkitektar | Smiðjan – módelgerð fyrir börn á öllum aldri. Opin smiðja þar sem hugarfóstur þátttakenda er byggt í einföldum módelefnivið. Þátttakendur: Allir gestir. Leiðbeinendur: Arkitektar frá teiknistofunni. Opið á föstudag, laugardag og sunnudag. .
19. mars 2009

Opnar teiknistofur | TARK

27.03 kl.13:00 - 16:00 | Brautarholti 6, 105 Reykjavík

Opið hús verður á teiknistofunni TARK. Kl. 15:00 verður greint verður frá sögu elstu teiknistofunnar á Íslandi - Margrét Leifsdóttir arkitekt. meira
20. mars 2009

OSUSHI

26.03 kl.16:00 - 17:00 | Lækjargata 2a, 101 Reykjavík

OSUSHI leggur áherslu á ferskt hráefni því er áherslan lögð á einfaldleikann í hönnuninni, með því að nota fáa liti og einföld form er maturinn er hafður í aðalhlutverki. Guðrún Atladóttir innanhússhönnuður leitaðist við að ná fram hönnun sem væri landamæralaus, tímalaus og gæti gengið jafnt um miðjan dag sem að kvöldlagi.

Á hönnunardögum verður boðið upp á sérhannaða sushibita byggða á íslenskri matarhefð s.s. hangikjöt, saltfisk, ofl. Þeir munu vera á færibandinu alla dagana. En Guðrún mun kynna hönnunarferlið hjá Osushi.
.
20. mars 2009

OSUSHI

27.03 kl.17:00 - 18:00 | Borgartún 29, 105 Reykjavík

OSUSHI er ekki veitingastaður samkvæmt því sem maður á að venjast, því að diskarnir koma til gestanna eftir sérhönnuðu færibandi og svo stjórnar hver og einn því sjálfur hversu mikið hann borðar og borgar. OSUSHI var  opnaður í desember  árið 2005 og er þá eini i staðurinn á Íslandi með færibandi.

Á hönnunardögum verður boðið upp á sérhannaða sushibita byggða á íslenskri matarhefð s.s. hangikjöt, saltfisk, ofl. Þeir munu vera á færibandinu alla dagana. Guðrún Atladóttir innanhússhönnuður mun kynna hönnunarferlið hjá Osushi. meira
23. mars 2009

Plug in Studio

27.03 | 28.03 | 29.03 kl.12:00 - 19:00 | Saltfélagshúsið, Grandagarður 2, 101 Reykjavík

Hvernig getur hugmyndaríkt hústökufólk komið sér fyrir í og umhverfis hrá iðnaðarhúsnæði? Hvernig byggjum við upp umhverfi sem ýtir undir skapandi hugsun, þverfaglegt samstarf og fjölbreytni?

PlugIn Studio er opin vinnustofa sem arkitektastofan KRADS ARKITEKTÚR heldur í samvinnu við Hugmyndahús Háskólanna. .
18. mars 2009

Prologus

26.03 | 27.03 | 28.03 | 29.03 kl.13:00 - 17:00 | Súðarvogi 20, gengið inn Kænuvogsmegin, 104 Reykjavík

Prologus kynnir nýjungar í húsgögnum og fylgihlutum. meira
18. mars 2009

Ryðfríar innréttingar í hesthús

28.03 kl.15:00 - 17:00 | Kaplaskeið 17, 221 Hafnarfirði

Erna Geirlaug Árnadóttir, innanhússarkitekt FHI kynnir ryðfríar innréttingar, stalla o.fl. í hesthús. .
20. mars 2009

Sóló-húsgögn

28.03 kl.14:00 - 18:00 | Gylfaflöt 16-18, 112 Reykjavík

Stefnumót við hönnuði með lifandi tónlist. Sólóhúsgögn er íslenskt framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á stálhúsgögnum eftir íslenska hönnuði. meira