100 % ÍSLENSKT | HRÁEFNI | FRAMLEIÐSLA
26.03 kl.11:00 - 19:00 | 27.03 kl.11:00 -18:00 | 28.03 kl. 12:00 - 16:00 | Bólstrarinn, Langholtsvegi 82, 104 Reykjavík
BRYNDÍS BOLLADÓTTIR TEXTÍLHÖNNUÐUR er að kynna samtarfsverkefni sem hún hefur unnið með ullarvinnslunni Frú Láru á Seyðisfirði.
Hjá Frú Láru hefur undanfarin ár verið í þróun þæfingarvél sem vinnur eingöngu með íslenska ull.
Bryndís hannar munstur í ullina og er nú að kynna afrakstur þess í framleiðslu húsgagna og húsbúnaðar.
Einnig er Bryndís að kynna munstraða plastframleiðslu sem unnin er í samstarfi við Örva, vinnustað fatlaðara.
Bryndís verður með opið hús hjá Bólstraranum á Langholtsvegi 82,
26.03 milli kl.11-19, 27.03 kl.11-18 28 mars kl. 12-16
Opnunarpartý fimmtudaginn 26. mars milli kl.17- 19