Plug in Studio

27.03 | 28.03 | 29.03 kl.12:00 - 19:00 | Saltfélagshúsið, Grandagarður 2, 101 Reykjavík

Hvernig getur hugmyndaríkt hústökufólk komið sér fyrir í og umhverfis hrá iðnaðarhúsnæði? Hvernig byggjum við upp umhverfi sem ýtir undir skapandi hugsun, þverfaglegt samstarf og fjölbreytni?

PlugIn Studio er opin vinnustofa sem arkitektastofan KRADS ARKITEKTÚR heldur í samvinnu við Hugmyndahús Háskólanna.

Hugmyndahús Háskólanna er samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Áform skólanna um að setja á fót frumkvöðlasetur þar sem kraftar skólanna sameinast um að skapa vettvang fyrir sprotafyrirtæki er nú að verða að veruleika. Margar hugmyndir eru uppi á borðinu um hvernig næstu skref verða stigin. Vinnustofunni er ætlað að kasta öllum þessum hugmyndum á borðið, róta í þeim - bæta við og breyta - og þannig safna í hugmyndabanka sem gæti nýst fyrsta holli af hústökufólki sem kemur í Hugmyndahúsið.

Vinnustofan er staðsett í Alliance húsinu við Tryggvagötu , sem áður hýsti Saltfélagið, og verður hún opin frá 12-19 föstudag 27. mars og laugardaginn 28. mars. Allir eru velkomnir að koma og taka þátt. Sérstakir gestir koma og taka þátt í umræðum bæði á föstudag og laugardag, milli klukkan 17 og 19.

Sunnudaginn 29. mars verða sýnd þau verkefni sem unnin hafa verið á vinnustofunni á þessum tveimur dögum.