Hönnunardeild Listaháskóla Íslands

26.03 kl.13:00 - 16:00 | Skipholti 1, 105 Reykjavík

Opið hús fyrir alla sem áhuga hafa á vannýttri auðlind í íslensku samfélagi. Hönnun er í vissum skilningi óáþreifanleg, en er örugglega ótæmandi og sjálfbær. Okkur langar til að opna dyr hönnunardeildar Listaháskólans til að sýna öllum sem áhuga hafa á, að skoða möguleika hönnunar og arkitektúrs til hagsældar fyrir íslenskt samfélag. Þar geta gestir séð hvernig hönnun og arkitektúr samþætta viðskipti og menningu, og kynnst framsækinni hönnun og nýsköpun. Nemendur deildarinnar munu setja fram frumlegar og áhugaverðar tillögur hinna ýmsu verkefna sem þeir hafa tekist á hendur s.l. misseri.

Nánari upplýsingar í síma 840 47 75