Audi sýningarsalur og móttakan í Hekluhúsinu
26.03 kl.14:00 - 15:00 | Laugavegur 172-174, 105 Reykjavík
Sýningarsalur Audi og móttakan í Hekluhúsinu verður opið almenningi á venjulegum opnunartíma. Sýningarsalur Audi hefur verið lagaður að stöðlum frá Audi. Guðrún Atladóttir Innanhússarkitekt skipulagði sýningarsalinn með hönnun frá Audi að leiðarljósi. Guðrún hannaði einnig miðrými Hekluhússins. Miðrýmið skilur að Volkswagen og Audi salinn, en sameinar og þjónar öllu húsinu. Núna er Vokswagen að skipta um hönnun og er það hönnunarferli enn í gangi í sýningarsal þeirra hjá Heklu. En Miðrýmið þ.e. kaffihornið og móttakan skilur að og sameinar alla þessa starfsemi og er eins og lítið umferðar torg í húsinu þar sem með efnisvali hefur tekst að sameina alla þætti hússins.