Elsti skóli í Kópavogi
27.03 kl.14:00 - 15:00 | Við Digranesveg, 200 Kópavogi
Starfsmannaðstaða opnuð með leiðsögn Guðrúnar Atladóttir innanhússhönnuðar. Um morguninn verður Guðrún með erindi fyrir nemendur um starf sitt sem hönnuður sem endar á því að farið verður upp í starfsmannaaðstöðuna og hugmyndin á bakvið skipulagningu og hönnun rýmisins kynnt. Öllum verður frjálst að mæta á þá kynningu.