OSUSHI
27.03 kl.17:00 - 18:00 | Borgartún 29, 105 Reykjavík
OSUSHI er ekki veitingastaður samkvæmt því sem maður á að venjast, því að diskarnir koma til gestanna eftir sérhönnuðu færibandi og svo stjórnar hver og einn því sjálfur hversu mikið hann borðar og borgar. OSUSHI var opnaður í desember árið 2005 og er þá eini i staðurinn á Íslandi með færibandi.
OSUSHI leggur áherslu á ferskt hráefni því er áherslan lögð á einfaldleikann í hönnuninni, með því að nota fáa liti og einföld form er maturinn er hafður í aðalhlutverki. Guðrún Atladóttir innanhússhönnuður leitaðist við að ná fram hönnun sem væri landamæralaus, tímalaus og gæti gengið jafnt um miðjan dag sem að kvöldlagi.
Á hönnunardögum verður boðið upp á sérhannaða sushibita byggða á
íslenskri matarhefð s.s. hangikjöt, saltfisk, ofl. Þeir munu vera á
færibandinu alla dagana. En Guðrún mun kynna hönnunarferlið hjá Osushi.