Nýjar leiðir í hönnun bankaútibúa Spron
27.03 kl.13:30 - 14:30 | Skólavörðustígur 11, 101 Reykjavík
Innanhússarkitektar eittA, vekja athygli á rýmis og innréttingahönnun hjá Spron. Hönnuðirnir Dóra Hansen og Heiða Elín Jóhannsdóttir verða með leiðsögn. Útibú spron eru auðþekkjanleg en þó er ekkert þeirra alveg eins. Innréttingar og útlit eru aðlagað hverjum stað og sérkenni hvers húsnæðis dregin fram. Spron Skólavörðustíg er í húsi frá sjötta áratugnum sem er áberandi og þekkt í götumynd borgarinnar.