Lifandi Listhús
26.03 | 27.03 | 28.03 | 29.03 kl.10:00 - 18:00 | Engjateigur 17-19, 105 Reykjavík
Verslanir og hönnuðir ásamt veitingastaðnum Gló bjóða uppá sýningar í samstarfi við gestahönnuði og -listamenn. Heimilið í heild og Ásta S. Ólafsdóttir innanhússarkitekt, ásamt Daníeli Magnússyni iðnhönnuði og Kristínu Garðarsdóttur leirlistakonu. HansChristian Faurschou arkitekt Hjá Dúdda. Blómahönnun með fermingarborðið. Gló og Harpa Örvarsdóttir, myndlistamaður. Aðrar verslanir verða í sparibúningi í tilefni HönnunarMars.