3.5.2019

Útskriftarnemendur í meistaranámi í hönnun opna sýningu í Ásmundasal




Útskriftarnemendur í meistaranámi í hönnun: Explorations & Translations við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands opna útskriftarsýningu sína OMEN klukkan 20:00 þann 4. maí næstkomandi í Ásmundarsal, Freyjugötu 41, Reykjavík. Sýningin mun standa til 19. maí. 

Sýningin ber yfirskriftina OMEN - fyrirboði sem þýðir ýmst eitthvað gott eða slæmt.
Útskriftarefnin eru fjögur og búa að ólíkum hönnunar bakgrunn. Nemendurnir eru Sigríður Birna Matthíasdóttir, Elín Margot Ármannsdóttir Ásta Þórisdóttir  og Valerio Di Giannantionio.

Kennarar útskriftarverkefnanna eru Alexander Graham Roberts, Elín Hansdóttir, Eva María Árnadóttir, Marteinn Sindri Jónsson. Kolbrún Þóra Löve, Thomas Pausz og fagstjóri er Garðar Eyjólfsson.

Hér má finna viðburðinn á Facebook.
















yfirlit