4.2.2019

Skuggaleikur á Hönnunarsafni Íslands - Safnanótt 2019




Hönnunarsafn Íslands býður upp á skuggateiknismiðju í tilefni af Safnanótt föstudaginn 8 febrúar næstkomandi í tengslum við sýninguna Safnið á röngunni með Einari Þorsteini

Hönnunarsafnið mun hleypa ljósahönnuðum frá fyrirtækinu Myrkraverk inn í sýningarsalinn þar sem þeir umbreyta sýningunni í spennandi skuggaspil. Mörg verka arkitektsins og hönnuðarins Einars Þorsteins Ásgeirssonar (1942-2014) varpa frá sér flóknum og spennandi skuggum og ætla systkinin og myndlistarmennirnir Baldur og Birna Björnsbörn að leiðbeina þátttakendum inn í það spil.

Með teikniáhöld að vopni býðst gestum að teikna upp skuggana og um leið kynnast formheimi Einars Þorsteins og möguleikunum sem hann skilur eftir þó svo hann hafi kvatt þetta líf.

Boðið verður upp á fjórar smiðjur á Safnanótt kl. 19:00, 20:00, 21:00 og 22:00. Frítt inn frá 18 - 23.

Viðburðinn má nálgast á Facebook HÉR.


















yfirlit