LÍFfærin, sýning nýrra glerlíffæra opnar í Ásmundarsal á morgun kl. 15.
LÍFfærin er samstarf Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu
Heimis,
Gagarín og fleiri listamanna sem sjálfir hafa gefið líffæri og þegið og
gæða hin köldu
glerlíffæri lífi með ljósi og hljóði.
Sýningin opnar laugardaginn 12. janúar kl. 15 og er öllum opin. Aðgangur
er ókeypis.
Tilefni sýningarinnar er að núna um áramótin voru sett lög á Íslandi að
allir landsmenn
verða líffæragjafar. Við getum bjargað lífi annarra með því að gefa þeim
líffæri, í öðrum
tilvikum getum við lengt ævi fólks og bætt heilsu þess og líðan með
líffæragjöf. Árlega
þarfnast 25-30 sjúklingar líffæra-ígræðslu á Íslandi og þeim hefur
fjölgað á undanförnum
árum.
Corning Museum of Glass er stærsta glerlistasafn í heimi og staðsett í
New York-ríki.
Safneignin telur um 45 þúsund glerhluti, sá elsti er yfir 3.500 ára.
Safnið sýnir alla sögu
og virkni glers; frá listrænu gildi til tæknilegrar nýsköpunar.
Grunnefni glers er kísill sem er eitt algengasta efni jarskorpunar og Íslendingar
þekkja
vel. Þrátt fyrir það er hverfandi lítið unnið með gler hérlendis.
Á sýningunni má sjá eiginleika og möguleika glers enda gríðarlega
spennandi efni.
Aðferðin við að munnblása gler hefur ekkert breyst í hundruði ára og öll
tæki og tól þau
sömu. Einfaldleikinn þar er sláandi heillandi, sérstaklega í heimi
tækninýjunga.
Glerblásarar CMOG eru með þeim fremstu í heimi og krefst slík kunnátta
margra ára
þjálfunar, einbeitingar og snerpu. Verkin á sýningunni kröfðust að
lámarki þriggja blásara
samtímis.
LÍFfærin opnar í Ásmundarsal laugardaginn 12. janúar og stendur til 17.
febrúar.
Ásmundarsalur er opinn daglega, virka daga frá 8–5, 9–5 um helgar. Á
föstudögum er
opið til 8.
Hér má finna viðburðinn á Facebook.